HSBC tengdur skattsvikum Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. febrúar 2015 06:00 Viðskiptavinir HSBC nota hraðbanka við útibú bankans í miðborg Lundúna í gær. Á meðal þeirra sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna segir að bankinn hafi hjálpað að fela fé og skjóta undan skatti er fólk sem tengt hefur verið við vopnasölu, spillingarmál og brot á alþjóðalögum. Fréttablaðið/EPA Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Ísland er í 154. sæti yfir þau lönd sem tengsl hafa við hæstar upphæðir í gögnum sem lekið var frá svissnesku útibúi breska fjárfestingarbankans HSBC. Fjárhæðir sem tengjast Íslandi nema 9,5 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 1,257 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi gærdagsins. Undir eru átján bankareikningar og sex viðskiptavinir bankans, þar af einn með íslenskt vegabréf. Frekari upplýsingar um tengingar við Ísland lágu ekki fyrir í gær. Í gögnum sem Alþjóðasamband rannsóknarblaðamanna (ICIJ) og nokkrir evrópskir fjölmiðlar birtu í gær kemur fram að bankinn hafi hjálpað viðskiptavinum sínum að svíkja undan skatti og fela eignir fyrir skattayfirvöldum um heim allan. Meðal þeirra sem bankinn er sagður hafa aðstoðað við að fela peninga og forðast skattgreiðslur eru eiturlyfjasalar, vopnasalar og frægðarfólk um heim allan. Bankinn hafi ekki látið nægja að horfa í gegnum fingur sér þegar komið hafi að ólöglegu athæfi viðskiptavina hans, heldur hafi hann tekið virkan þátt í að forðast skattgreiðslur. Að því er fram kemur í umfjöllun The Guardian í Bretlandi í gær eru gögnin sem um ræðir frá árunum 2005 til 2007 og varða eitthvað um 30 þúsund bankareikninga með heildarinnistæðu upp á nærri 120 milljarða Bandaríkjadala, eða sem svarar tæplega 15,9 milljörðum íslenskra króna.Elle MacPhersonNordicphotos/AFPKvikmyndastjörnur, íþróttahetjur og fjölmargir aðrir eru í hópi þeirra sem nafngreindir eru í uppljóstrunum ICIJ og fjölmiðlanna. Þar á meðal er ofurfyrirsætan Elle MacPherson, sem sögð er hafa átt fjölda reikninga í bankanum með upphæðir allt að 12,2 milljónum dala (1,6 milljörðum króna). Í svari lögfræðinga hennar til ICIJ segir að MacPherson sé ástralskur þegn sem gert hafi grein fyrir og gert upp að fullu við bresk skattayfirvöld í samræmi við bresk lög. Undanskot skatta hafa hins vegar verið í sviðsljósinu í Bretlandi, þar sem þingnefnd skilaði á föstudag skýrslu með sambærilegum ásökunum og nú eru komnar fram á hendur HSBC á endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers. Í yfirlýsingu HSBC í gær gengst bankinn við því að dótturfélag bankans í Sviss hafi farið út af sporinu, en um leið er bent á að miklar breytingar hafi orðið á verklagi í bankastarfsemi í Sviss og hlutir færst til betri vegar. Áður hafi einstaklingar getað nýtt sér svissneskar reglur um bankaleynd til að leyna eignum á reikningum þar. Margir bankar í Sviss, þar á meðal dótturfélag HSBC, hafi því haft í viðskiptum fólk og fyrirtæki sem ekki hafi staðið við allar sínar skattaskuldbindingar. Framfarir hafi hins vegar orðið í baráttunni við undanskot sem HSBC styðji að fullu.Atburðarásin Fyrrverandi starfsmaður HSBC í Sviss, Herve Falciani, stal gögnum frá bankanum og flúði með þau til Frakklands og afhenti skattyfirvöldum þar árið 2008.Frakkar deildu gögnunum með öðrum löndum og skattsvikarannsóknir voru hafnar. Franska dagblaðið Le Monde fékk eintak af gögnunum og deildi með Alþjóðasambandi rannsóknarblaðamanna (ICIJ), sem lagðist í greiningu á þeim með The Guardian og blaðamönnum BBC í Bretlandi.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira