Audi sló við Benz og BMW í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 13:28 Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent
Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent