Audi sló við Benz og BMW í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 13:28 Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent
Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent