Menning sem gróðrarstía ofbeldis Embla Guðrúnar Ágústsdóttir skrifar 8. desember 2015 07:00 Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun