Auðvelt að finna gamlar Facebook færslur Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 11:30 Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Vísir/Getty Leitarvél Facebook tók í gær þeim breytingum að nú er hægt að leita að öllum opnum færslum í heiminum. Breytingin hefur ekki fengið neitt nafn, og litla umfjöllun, en á Facebook eru um tveir milljarðar færslna og á hverjum degi er leitað eins og hálfs milljarðs sinnum. Breytingin gerir notendum kleyft að kynna sér hin ýmsu málefni ítarlega og að fylgjast með umræðunni á Facebook, þar sem fólk eyðir hvað mestum tíma á netinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu vilja forsvarsmenn Facebook að fólk geti nú, auk þess að sjá hvernig vinir og vandamenn hafi það, kannað ástand heimsins á auðveldan hátt.Hvað kemur þegar leitað er? Efst á listanum hjá fólki eru koma nú færslur frá fjölmiðlum, en auðvelt að skipta yfir í nýjustu opnu færslurnar sem tengjast leitarefninu hverju sinni. Þannig er nú hægt að sjá um hvað heimurinn er að tala um á Facebook. Fyrir neðan það er hægt að sjá færslur frá vinum og í hópum sem notendur eru meðlimir að. Þar fyrir neðan má svo sjá opnar færslur sem raðast upp eftir algóriþmum samfélagsmiðilsins. Með því að velja latest flipan má sjá allar nýjustu opnu færslurnar um tiltekin málefniÞá tekur leitarlistinn breytingum eftir því hvernig notendur nýta sér hann og Facebookreikningum notenda. Í samtali við Verge, segir yfirmaður leitarinnar hjá Facebook, Tom Stocky, að forritarar fyrirtækisins hafi þurft að mynda jafnvægi á milli þess efnis sem kemur frá vinum viðkomandi og síðum sem hann hefur líkað við, og efni sem kemur annarsstaðar frá.Hvað með gamlar og vandræðalegar færslur? Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Margir hverjir kannast við að hafa sett inn gamlar og vandræðalegar færslur og myndir hér á árum áður. Facebook var notað öðruvísi fyrir nokkrum árum og öll erum við mennsk og höfum gert mistök. Þá vilja flestir ef til vill ekki að auðvelt verði fyrir hvern sem er að skoða þær færslur. Með því að fara í settings og þaðan í privacy, má finna stillingu sem heitir: Limit Old Posts. Sú ýtt á það eru gamlar færslur á Facebook stilltar á þann veg að enginn geti skoðað þær nema vinir. Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Leitarvél Facebook tók í gær þeim breytingum að nú er hægt að leita að öllum opnum færslum í heiminum. Breytingin hefur ekki fengið neitt nafn, og litla umfjöllun, en á Facebook eru um tveir milljarðar færslna og á hverjum degi er leitað eins og hálfs milljarðs sinnum. Breytingin gerir notendum kleyft að kynna sér hin ýmsu málefni ítarlega og að fylgjast með umræðunni á Facebook, þar sem fólk eyðir hvað mestum tíma á netinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu vilja forsvarsmenn Facebook að fólk geti nú, auk þess að sjá hvernig vinir og vandamenn hafi það, kannað ástand heimsins á auðveldan hátt.Hvað kemur þegar leitað er? Efst á listanum hjá fólki eru koma nú færslur frá fjölmiðlum, en auðvelt að skipta yfir í nýjustu opnu færslurnar sem tengjast leitarefninu hverju sinni. Þannig er nú hægt að sjá um hvað heimurinn er að tala um á Facebook. Fyrir neðan það er hægt að sjá færslur frá vinum og í hópum sem notendur eru meðlimir að. Þar fyrir neðan má svo sjá opnar færslur sem raðast upp eftir algóriþmum samfélagsmiðilsins. Með því að velja latest flipan má sjá allar nýjustu opnu færslurnar um tiltekin málefniÞá tekur leitarlistinn breytingum eftir því hvernig notendur nýta sér hann og Facebookreikningum notenda. Í samtali við Verge, segir yfirmaður leitarinnar hjá Facebook, Tom Stocky, að forritarar fyrirtækisins hafi þurft að mynda jafnvægi á milli þess efnis sem kemur frá vinum viðkomandi og síðum sem hann hefur líkað við, og efni sem kemur annarsstaðar frá.Hvað með gamlar og vandræðalegar færslur? Allar opnar færslur sem hafa verið settar á Facebook er nú hægt að finna með réttum leitarorðum. Margir hverjir kannast við að hafa sett inn gamlar og vandræðalegar færslur og myndir hér á árum áður. Facebook var notað öðruvísi fyrir nokkrum árum og öll erum við mennsk og höfum gert mistök. Þá vilja flestir ef til vill ekki að auðvelt verði fyrir hvern sem er að skoða þær færslur. Með því að fara í settings og þaðan í privacy, má finna stillingu sem heitir: Limit Old Posts. Sú ýtt á það eru gamlar færslur á Facebook stilltar á þann veg að enginn geti skoðað þær nema vinir.
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira