Volvo XC40 spæjaður Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 15:15 Afturhjólin eru mjög aftarlega á bílnum. Autoblog. Eins og greint var frá hér fyrir um hálfum mánuði vinnur Volvo nú að smíði XC40 jepplings sem koma á á markað árið 2017. Volvo er greinilega langt komið með hönnun hans og er þegar farinn að prófa bílinn og það í engu dulargervi. Hann náðist á mynd við þessar prufanir og hér sést að hann er háfættur þessi litli jepplingur. Bíllinn er byggður ánýjum CMA undirvagni sem einnig verður undir hefðbundnum V40 fólksbíl. Líklega er yfirbygging þessa bíls þó ekki endanleg útfærsla þar sem þessi bíll sem hér sést er nánast eins og núverandi Volvo V40 Cross Country. Líklegra er að ný yfirbygging verði í ætt við hinn nýja Volvo XC90, eða S90 og V90 bílana. Á myndunum að dæma virðist bilið á milli öxla þó lengra en á V40 Cross Country þó svo erfitt sé að sjá hvort bíllinn sjálfur verði lengri eða styttri en hann. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Eins og greint var frá hér fyrir um hálfum mánuði vinnur Volvo nú að smíði XC40 jepplings sem koma á á markað árið 2017. Volvo er greinilega langt komið með hönnun hans og er þegar farinn að prófa bílinn og það í engu dulargervi. Hann náðist á mynd við þessar prufanir og hér sést að hann er háfættur þessi litli jepplingur. Bíllinn er byggður ánýjum CMA undirvagni sem einnig verður undir hefðbundnum V40 fólksbíl. Líklega er yfirbygging þessa bíls þó ekki endanleg útfærsla þar sem þessi bíll sem hér sést er nánast eins og núverandi Volvo V40 Cross Country. Líklegra er að ný yfirbygging verði í ætt við hinn nýja Volvo XC90, eða S90 og V90 bílana. Á myndunum að dæma virðist bilið á milli öxla þó lengra en á V40 Cross Country þó svo erfitt sé að sjá hvort bíllinn sjálfur verði lengri eða styttri en hann.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent