Nýr Subaru sýndur í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:27 Subaru Exiga Crossover 7. Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent