Smíða 500 nýja DeLorean bíla Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 15:03 Bílasmiðurinn DeLorean varð gjaldþrota árið 1982 og framleiddi aðeins eina gerð bíls og það eingöngu í um 2 ár. DeLorean bílar voru smíðaðir á Írlandi og voru samtals settir saman 9.000 bílar á stuttri ævi fyrirtækisins. Við gjaldþrot þess voru til íhlutir til smíði mun fleiri bíla og sá lager var fyrir margt löngu keyptur til Bandaríkjanna og eru þeir nú niðurkomnir í gríðarstóru húsnæði í Houston í Texas. Þar er nú unnið bæði að viðgerðum og viðhaldi eldri DeLorean bíla fyrir eigendur þeirra um allan heim, en einnig er þar verið að smíða nýja DeLorean bíla úr þeim íhlutum sem eftir urðu við gjaldþrotið. Smíði þessara nýju DeLorean bíla er draumur eins manns sem hefur haft það að markmiði að halda á lofti merkjum þessa einstaka sportbíls, sem flestir kannast við úr ævintýramyndunum Back to the Future. Nú er talið að um 6.500 eintök séu til af þeim 9.000 sem smíðuð voru á Írlandi snemma á níunda áratug síðustu aldar, en nú munu um 500 eintök bætast við, enda til íhlutir til smíði þeirra. Það er í sjálfu sér magnað að verið sé að smíða nýja bíla úr 33 ára gömlum íhlutun og að þeir séu nákvæmlega eins og þá. Nýjar höfuðstöðvar DMC DeLorean í Houston í Texas. Fjölmargir DeLorean bílar eru fyrir utan. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent
Bílasmiðurinn DeLorean varð gjaldþrota árið 1982 og framleiddi aðeins eina gerð bíls og það eingöngu í um 2 ár. DeLorean bílar voru smíðaðir á Írlandi og voru samtals settir saman 9.000 bílar á stuttri ævi fyrirtækisins. Við gjaldþrot þess voru til íhlutir til smíði mun fleiri bíla og sá lager var fyrir margt löngu keyptur til Bandaríkjanna og eru þeir nú niðurkomnir í gríðarstóru húsnæði í Houston í Texas. Þar er nú unnið bæði að viðgerðum og viðhaldi eldri DeLorean bíla fyrir eigendur þeirra um allan heim, en einnig er þar verið að smíða nýja DeLorean bíla úr þeim íhlutum sem eftir urðu við gjaldþrotið. Smíði þessara nýju DeLorean bíla er draumur eins manns sem hefur haft það að markmiði að halda á lofti merkjum þessa einstaka sportbíls, sem flestir kannast við úr ævintýramyndunum Back to the Future. Nú er talið að um 6.500 eintök séu til af þeim 9.000 sem smíðuð voru á Írlandi snemma á níunda áratug síðustu aldar, en nú munu um 500 eintök bætast við, enda til íhlutir til smíði þeirra. Það er í sjálfu sér magnað að verið sé að smíða nýja bíla úr 33 ára gömlum íhlutun og að þeir séu nákvæmlega eins og þá. Nýjar höfuðstöðvar DMC DeLorean í Houston í Texas. Fjölmargir DeLorean bílar eru fyrir utan.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent