Engir Takata loftpúðar hjá Toyota, Mazda og Honda Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 16:05 Takata loftpúðaframleiðandinn á nú í miklum vanda. Japanski loftpúðaframleiðandinn Takata á í miklum vanda eftir að upp komst um gallaða loftpúða frá fyrirtækinu í mjög mörgum bílgerðum. Honda hafði fyrir nokkru sagt að Takata loftpúðar verði ekki lengur í bílum fyrirtækisins og nú hafa Toyota og Mazda bæst í þann hóp. Subaru og Mitsubishi eru einnig að íhuga að segja skilið við fyrirtækið. Það er notkun brennisteinsnítrata í loftpúðum Takata sem veldur því að bílafyrirtækin vilja ekki hafa loftpúða frá Takata í bílum sínum en loftpúðarnir springa upp með aðstoð brennisteinsnítrata, sem einnig eru notuð í sprengjur og áburð. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda, sagði að öryggi eigenda Toyota bíla væri mikilvægast og því færu loftpúðar með brtennisteinsnítrötum ekki í nýja bíla fyrirtækisins. Við þessar fréttir frá Toyota, Mazda og Honda hafa hlutabréf í Takata fallið um 39% á þremur dögum. Margir hafa spáð því að dagar Takata séu taldir og að fyrirtækið muni aldrei lifa þær hremmingar af sem það glímir við allt frá því að það uppgötvaðist að fjöldamörg dauðaslys urðu vegna loftpúða frá Takata. Innköllun á bílum með Takata loftpúðum nær yfir á fjórða tug milljóna bíla og hefur kostað bílaframleiðendur háar upphæðir. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent
Japanski loftpúðaframleiðandinn Takata á í miklum vanda eftir að upp komst um gallaða loftpúða frá fyrirtækinu í mjög mörgum bílgerðum. Honda hafði fyrir nokkru sagt að Takata loftpúðar verði ekki lengur í bílum fyrirtækisins og nú hafa Toyota og Mazda bæst í þann hóp. Subaru og Mitsubishi eru einnig að íhuga að segja skilið við fyrirtækið. Það er notkun brennisteinsnítrata í loftpúðum Takata sem veldur því að bílafyrirtækin vilja ekki hafa loftpúða frá Takata í bílum sínum en loftpúðarnir springa upp með aðstoð brennisteinsnítrata, sem einnig eru notuð í sprengjur og áburð. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda, sagði að öryggi eigenda Toyota bíla væri mikilvægast og því færu loftpúðar með brtennisteinsnítrötum ekki í nýja bíla fyrirtækisins. Við þessar fréttir frá Toyota, Mazda og Honda hafa hlutabréf í Takata fallið um 39% á þremur dögum. Margir hafa spáð því að dagar Takata séu taldir og að fyrirtækið muni aldrei lifa þær hremmingar af sem það glímir við allt frá því að það uppgötvaðist að fjöldamörg dauðaslys urðu vegna loftpúða frá Takata. Innköllun á bílum með Takata loftpúðum nær yfir á fjórða tug milljóna bíla og hefur kostað bílaframleiðendur háar upphæðir.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent