Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2015 09:20 Rúnar Geir Guðjónsson stóði í ströngu að sitja fyrir á myndum í morgunsárið. Vísir/GVA Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. Þegar fréttamann Vísis bar að garði voru þrír í röð. „Ég var mættur hérna rétt fyrir sjö í morgun. Bara rétt áður en verslunarmiðstöðin opnaði, þannig við þurftum ekki að bíða úti í kuldanum,“ segir Rúnar Geir Guðjónsson, kleinuhringjaaðdáandi sem var fremstur í röðinni. Fjölmenni var þegar fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn opnaði við Laugaveg og fengu færri gjafabréf en vildu. Rúnar Geir komst ekki þá og ætlaði því ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.Komst ekki síðast? „Nei ég var að vinna þá, sá eftir því að hafa ekki komist. Annars hefði ég mætt, þannig að ég gat ekki sleppt þessu,“ segir hann. „Ég er mikill aðdáandi og hefði ekkert á móti því að fá kassa af kleinuhringjum í heilt ár.“ En ætlarðu að gúffa sex hringjum í þig á föstudögum næsta árið? „Ætli þetta verði ekki tveir fyrir mig og svo fyrir restina af fjölskyldunni.“ „Ég bjóst við miklu fleirum. Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ segir Rúnar Geir, frekar sáttur með að vera fyrstur, af þremur, í röðinni. Fljótlega upp úr níu lengdist þó röðin og voru sex í röðinni þegar þetta er skrifað klukkan 9:20. Staðurinn var opnaður klukkan 10. Tengdar fréttir Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. Þegar fréttamann Vísis bar að garði voru þrír í röð. „Ég var mættur hérna rétt fyrir sjö í morgun. Bara rétt áður en verslunarmiðstöðin opnaði, þannig við þurftum ekki að bíða úti í kuldanum,“ segir Rúnar Geir Guðjónsson, kleinuhringjaaðdáandi sem var fremstur í röðinni. Fjölmenni var þegar fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn opnaði við Laugaveg og fengu færri gjafabréf en vildu. Rúnar Geir komst ekki þá og ætlaði því ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.Komst ekki síðast? „Nei ég var að vinna þá, sá eftir því að hafa ekki komist. Annars hefði ég mætt, þannig að ég gat ekki sleppt þessu,“ segir hann. „Ég er mikill aðdáandi og hefði ekkert á móti því að fá kassa af kleinuhringjum í heilt ár.“ En ætlarðu að gúffa sex hringjum í þig á föstudögum næsta árið? „Ætli þetta verði ekki tveir fyrir mig og svo fyrir restina af fjölskyldunni.“ „Ég bjóst við miklu fleirum. Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ segir Rúnar Geir, frekar sáttur með að vera fyrstur, af þremur, í röðinni. Fljótlega upp úr níu lengdist þó röðin og voru sex í röðinni þegar þetta er skrifað klukkan 9:20. Staðurinn var opnaður klukkan 10.
Tengdar fréttir Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55
Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13