Fisker Karma fær BMW vélar og rafmagnsdrifrásir Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:37 Fisker Karma bílar hafa vakið athygli fyrir fagurlega hönnun. Autoblog Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður
Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður