
Rafrettur: 95% skaðlausari en reykingar
Vert er í byrjun að minnast aðeins á nokkrar staðreyndir varðandi sígarettureykingar. Fyrst eru það þó góðu fréttirnar um að síðustu árin hefur dregið stórlega úr sígarettureykingum landans. Það sama á reyndar einnig við um flest lönd hins vestræna heims, en samhliða því hefur notkun rafrettna aukist stórlega. Það er almennt metið svo að sígarettureykingar valdi dauða yfir 400 Íslendinga á hverju ári ef erlendar tölur (sænskar) eru yfirfærðar á Ísland. Einnig er vert að minnast á þá staðreynd að þekkt efni í sígarettum eru um 7.000 og krabbameinsvaldandi efni í þeim eru um 70. Þessar staðreyndir verður að hafa í huga og eru reyndar aðalatriðið þegar rætt er um rafrettur sem valkost í stað sígarettunnar. Þarna felst hinn raunverulegi ávinningur heilsufarslega séð fyrir reykingamanninn og hvatning til að byrja að nota rafrettu í stað sígarettna. Ekki svo lítill ávinningur það.
Einstaka fréttir og blaðagreinar hafa upp á síðkastið verið birtar og fjallað um rafrettunotkun með ýmsum hætti. Hafa sumar þeirra verið ansi misvísandi ef ekki bara villandi og jafnvel ruglað fólk í ríminu frekar en upplýst.
Hér verður reynt að skýra frá áhrifum rafrettna á líkamann, skaðlegum og ekki skaðlegum áhrifum og sem minnst látið kræla á hræðsluáróðri. Nóg um það í bili. Skellum okkur beint í staðreyndirnar eins og þær eru samkvæmt bestu þekkingu í dag og það fordómalaust.
Til að gera framsetninguna eins skýra og kostur er þá verður hér eingöngu stuðst við skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda til grundvallar þessari umfjöllun (PHE, Public Health England, skýrsla þessi er 121 blaðsíða að lengd með uppfærslum og byggð á niðurstöðum 185 rannsókna, helstu vísindarannsókna í heiminum í dag á þessu sviði). Upplýsingar um þessar rannsóknir er að finna í lok skýrslunnar (tengill neðst).
Mat á skaðsemi rafrettna er sú að þær eru um 95% öruggari fyrir heilsu okkar en sígarettureykingar og byggist það á eftirfarandi staðreyndum:
A. Innihaldsefni innöndunarlofts frá rafrettum sem gætu valdið tjóni á heilsu okkar, þar með talin krabbameinsvaldandi efni, eru annaðhvort ekki til staðar í innöndunarlofti rafrettnanna eða þá að þau eru í svo litlu magni að það er langt undir 5% viðmiðunargildum eða hættumörkum þeirra (í raun eru þau oftast undir 1% viðmiðunargildum og því langt undir varúðarmörkum).
B. Aðalinnihaldsefni rafrettna hafa ekki verið tengd við nein skaðleg áhrif á heilsufar fólks.
Nokkur litarefni og innihaldsefni rafrettna geta við langtímanotkun hugsanlega valdið einhverjum skaða. Ekkert staðfest um það í dag. Þess vegna er það metið svo að rétt sé að setja vissan fyrirvara upp á 5% vegna hugsanlegs skaða þessara efna.
Frekari staðreyndir og ráðleggingar um framhaldið:
1. Þá sem hafa reynt að hætta að reykja árangurslaust á að hvetja til að nota rafrettu til að hætta og ábending til heilbrigðisstarfsfólks og annarra stuðningsaðila að einstaklingurinn fái stuðning frá þeim í því ferli.
2. Hvetja reykingafólk, sem getur ekki eða vill ekki hætta reykingum, til að skipta yfir í rafrettur og þannig draga úr sjúkdómum tengdum reykingum, dauða og örkumlun sem af þeim hljótast.
3. Engar vísbendingar hafa komið fram sem benda til að notkun rafrettna hjá fullorðnum einstaklingum né unglingum hindri eða dragi úr því að fólk hætti að reykja. Frekar benda þær til að hún styðji frekar við þá þróun. Þrátt fyrir að ýmsir (ekki reykingafólk) prófi fyrst notkun nikótíns með rafrettu þá eru það mjög fáir sem síðan leiðast út í langtímanotkun þeirra (<1%).
4. Nýlegar rannsóknir styðja einnig fyrri niðurstöðu virtra fagaðila (Cochrane review) um að rafrettur geti hjálpað fólki til að hætta að reykja og draga úr reykingum hjá öðrum. Það er einnig niðurstaða rannsókna að rafrettur geta einnig hjálpað fólki til að hætta reykingum eða dregið úr þeim hjá einstaklingum sem höfðu ekki einsett sér að hætta reykingunum eða höfðu hafnað annarri aðstoð til þess. Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði.
5. Þegar rafrettur eru notaðar skv. notkunarreglum þá er engin hætta á eitrunum af völdum nikótíninnihalds þeirra. En vökvinn á að sjálfsögðu að vera geymdur í barnheldum umbúðum og varðveittur þar sem börn ná ekki til. Komið hefur í ljós að ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af nákvæmni varðandi réttar merkingar á innihaldi vökvans og magni níkótíns í vökvanum.
6. Það hefur gætt mikillar óvissu, aðallega á meðal almennings, varðandi hugsanlega skaðsemi sem rafrettur yllu á heilsu fólks og því jafnvel verið haldið fram að skaðsemi rafrettna væri engu minni en af völdum sígarettna, þrátt fyrir að niðurstöður helstu sérfræðinga á þessu sviði segi að rafrettur séu 95% hættuminni en sígarettur.
7. Jafnframt öðrum aðgerðum sem minnst er á hér þá þarf að bæta fræðslu um rafrettur og skaðsemi reykinga. Einnig fyrirbyggjandi starf gagnvart börnum og unglingum með það að markmiði að draga úr eða koma í veg fyrir notkun þeirra á nikótíni sem vímugjafa. Nauðsynlegt er einnig að tryggja bæði gæði vökvans og góða virkni hans. Þetta eru að sjálfsögðu mikilvæg atriði sem þarf að vinna að.
8. Reglugerðir sem fjalla um þessi mál ættu að hafa að leiðarljósi og viðmiði sínu hinn gríðarlega ávinning fyrir heilsufar fólks sem notkun rafrettna hefur umfram sígaretturnar.
9. Brýnt er að hafa gott eftirlit eins og með öryggisatriðum um notkun rafrettna og styðja við frekari rannsóknir á hugsanlegum skaðlegum áhrifum af þeirra völdum.
Hvað svo? Á þetta eitthvert erindi til þín? Ef þú vilt hætta að reykja verður auðvitað mestur ávinningur fyrir bætta heilsu að hætta án nokkurra þeirra hjálparmiðla sem færa þér nikótín áfram. Ef þér tekst það ekki og vilt gera það með hjálp rafrettunnar þá felst einnig í því mikill heilsufarslegur ávinningur, sem auðvitað er einnig ávinningur heilbrigðiskerfisins. Þetta er engin spurning í hugum flestra lækna sem hafa kynnt sér málið eins og sést hér að framan í niðurstöðu breskra heilbrigðisyfirvalda og bestu sérfræðiþekkingu í dag.
Gott markmið til að byrja með er að vera ekki að reyna að hætta í sígarettunum strax. Það er að sjálfsögðu hægt líka. En oft er betra að gefa þessu smá tíma, t.d. í byrjun að bæta við notkun rafrettu í svona 1-2 vikur þangað til þú sleppir sígarettunum alveg. Einnig er gott að einsetja sér að taka alltaf 1-4 sog fyrir hverja sígarettu og þá færðu ekkert út úr sígarettunni þegar kemur að henni. Sú tilfinning venst oftast fljótt. Þetta er aftur á móti fyrir flesta ekkert hókus pókus og allt búið og hætt(ur) svona allt í einu að reykja. Þetta er langferð, en auðvitað vel þess virði.
Gangi þér vel og gott nýtt ár með bættri heilsu.
Tengill á skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda, PHE: https://www.gov.uk/government/publications/e-cigarettes-an-evidence-update
Fyrirvari: höfundur hefur engra hagsmuna að gæta varðandi innflutning eða sölu á rafrettum, né tengsl við framleiðendur eða seljendur hefðbundinna tóbaksvara. Höfundur hefur aftur á móti bæði beinna og óbeinna hagsmuna að gæta gagnvart sjúklingum sem þjást af ýmsum sjúkdómum af völdum reykinga.
Skoðun

Ég frétti af konu
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Eineltið endaði með örkumlun
Davíð Bergmann skrifar

Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs
Finnur Ulf Dellsén skrifar

Við megum ekki tapa leiknum utan vallar
Eysteinn Pétur Lárusson skrifar

Börnin heyra bara sprengjugnýinn
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Gagnslausa fólkið
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Tjáningarfrelsi
Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar

Allt mun fara vel
Bjarni Karlsson skrifar

Normið á ekki síðasta orðið
Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Við lifum á tíma fasisma
Una Margrét Jónsdóttir skrifar

Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hinir miklu lýðræðissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Kolefnishlutleysi eftir 15 ár?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Gleði eða ógleði?
Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar

Tískuorð eða sjálfsögð réttindi?
Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir
Freyr Ólafsson skrifar

Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er einhver hissa á fúskinu?
Magnús Guðmundsson skrifar

Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar?
Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

„Þótt náttúran sé lamin með lurk!“
Sigurjón Þórðarson skrifar

Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana
María Lilja Tryggvadóttir skrifar

Nám í skugga óöryggis
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Tæknin á ekki að nota okkur
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Ytra mat í skólum og hvað svo?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar