Leiði í mér er ég kom til Spánar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2015 06:30 Jón Arnór á EM. vísir/epa „Við erum aðeins að klóra okkur í hausnum. Það eru bara endalausir sigurleikir hjá okkur,“ segir íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson og hlær en hann var þá á heimleið eftir enn einn sigurleik Valencia í spænska körfuboltanum. Liðið situr í efsta sæti spænsku deildarinnar en það hefur unnið alla ellefu leiki sína í deildinni og er því fyrir ofan Real Madrid og Barcelona í deildinni. Þess utan er liðið búið að vinna alla tíu Evrópuleiki sína í vetur og liðið setti félagsmet með 21 sigri í röð. Árið 1999 náði Valencia að vinna 20 leiki í röð. Jón og félagar því búnir að skrá sig í sögubækur félagsins.Þetta tekur enginn af okkur „Við erum að spila svakalega vel og pressan eykst með hverjum sigrinum. Við verðum að vera sterkir andlega til að halda þessu áfram. Við náðum þessum áfanga og það tekur enginn af okkur,“ segir Jón Arnór en er þetta lið eins gott og úrslitin í vetur sýna?? „Við erum mjög góðir en þetta er þéttur hópur og gott jafnvægi í liðinu. Það eru allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það skiptir mestu máli. Hópurinn nær líka vel saman. Kerfið hentar okkar leikmönnum síðan mjög vel. Flestir ná að blómstra í þessu kerfi og við spilum góðum bolta. Þetta er gott lið og varnarleikurinn afar öflugur hjá okkur. Við æfum líka vel og tökum hraustlega á því. Æfum mikið og ekkert væl.“ Það er meira en að segja það að glíma við risana Real Madrid og Barcelona en hvað telur Jón Arnór að þetta lið geti gert í vetur? „Það er erfitt að segja. Barca og Real er Golíat sem er erfitt að eiga við. Það er erfitt að eiga við þau í úrslitakeppniseinvígi. Það er enn langt í land á þessu tímabili og gott að vera komnir áfram í Evrópukeppninni. Real og Barca anda ofan í hálsmálið ofan á okkur og það verður ekkert unnið í þessum mánuði. Liðið er með báða fætur á jörðinni og mikið hamrað á því. Við erum ekkert að missa okkur í gleðinni,“ segir Jón Arnór en hann hefur spilað með mörgum góðum liðum á ferlinum. Er þetta besta liðið sem hann hefur spilað með? „Það er líklega besta jafnvægið í þessu liði af þeim liðum sem ég hef spilað með. Þetta er eitt af þrem bestu sem ég hef spilað með.“Komið sjálfum mér á óvart Jón gekk í raðir félagsins eftir EM og fékk til að byrja með aðeins þriggja mánaða samning. Hann stóð sig strax vel og fékk því framlengingu á samningnum út þessa leiktíð. „Mér hefur gengið rosalega vel og hef í raun komið sjálfum mér á óvart. Það var leiði í mér er ég kom út fyrst eftir EM. Ég var illa upplagður og meiddur. Það hefur því komið mér á óvart hve vel mér hefur gengið og ég hef náð að klóra mig svolítið í gegnum þetta. Ég var mjög slæmur í skrokknum en hef unnið mig út úr því hægt og rólega. Það hjálpar líka til að vinna og ég er brattur í dag,“ segir Jón Arnór og gleðin skín í gegnum orð hans. Það eru góðir tímar og hann nýtur þeirra. „Ég er mjög ánægður að hafa fengið samning út tímabilið og tekið þátt í þessu ævintýri áfram. Framhaldið er síðan alveg óljóst og verður ekkert rætt á næstunni. Ég er farinn að eldast og skrokkurinn hangir á stundum á bláþræði. Ég er því bara sáttur að fá að klára tímabilið og svo sjáum við til hvað gerist.“Fær að halda íslensk jól Þessi magnaði íþróttamaður segir að lífið leiki við sig og fjölskylduna í Valencia. Þar sé gott að vera. „Það er vel haldið utan um allt hjá þessu félagi og góður stuðningur frá fólkinu í borginni. Svo er alltaf gott veður hérna og hægt að sitja úti með kaffibolla og horfa á krakkana leika sér. Það eru lífsgæði,“ segir Jón hamingjusamur en hann fær ekkert jólafrí en mun þó reyna að halda íslensk jól. „Tengdó eru komin út til okkar með fullt af íslenskum mat sem og með malt og appelsín. Við munum hafa það huggulegt og borða eitthvað gott. Ég veit ekki hvað en ég er spenntur að sjá.“ Körfubolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Við erum aðeins að klóra okkur í hausnum. Það eru bara endalausir sigurleikir hjá okkur,“ segir íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson og hlær en hann var þá á heimleið eftir enn einn sigurleik Valencia í spænska körfuboltanum. Liðið situr í efsta sæti spænsku deildarinnar en það hefur unnið alla ellefu leiki sína í deildinni og er því fyrir ofan Real Madrid og Barcelona í deildinni. Þess utan er liðið búið að vinna alla tíu Evrópuleiki sína í vetur og liðið setti félagsmet með 21 sigri í röð. Árið 1999 náði Valencia að vinna 20 leiki í röð. Jón og félagar því búnir að skrá sig í sögubækur félagsins.Þetta tekur enginn af okkur „Við erum að spila svakalega vel og pressan eykst með hverjum sigrinum. Við verðum að vera sterkir andlega til að halda þessu áfram. Við náðum þessum áfanga og það tekur enginn af okkur,“ segir Jón Arnór en er þetta lið eins gott og úrslitin í vetur sýna?? „Við erum mjög góðir en þetta er þéttur hópur og gott jafnvægi í liðinu. Það eru allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það skiptir mestu máli. Hópurinn nær líka vel saman. Kerfið hentar okkar leikmönnum síðan mjög vel. Flestir ná að blómstra í þessu kerfi og við spilum góðum bolta. Þetta er gott lið og varnarleikurinn afar öflugur hjá okkur. Við æfum líka vel og tökum hraustlega á því. Æfum mikið og ekkert væl.“ Það er meira en að segja það að glíma við risana Real Madrid og Barcelona en hvað telur Jón Arnór að þetta lið geti gert í vetur? „Það er erfitt að segja. Barca og Real er Golíat sem er erfitt að eiga við. Það er erfitt að eiga við þau í úrslitakeppniseinvígi. Það er enn langt í land á þessu tímabili og gott að vera komnir áfram í Evrópukeppninni. Real og Barca anda ofan í hálsmálið ofan á okkur og það verður ekkert unnið í þessum mánuði. Liðið er með báða fætur á jörðinni og mikið hamrað á því. Við erum ekkert að missa okkur í gleðinni,“ segir Jón Arnór en hann hefur spilað með mörgum góðum liðum á ferlinum. Er þetta besta liðið sem hann hefur spilað með? „Það er líklega besta jafnvægið í þessu liði af þeim liðum sem ég hef spilað með. Þetta er eitt af þrem bestu sem ég hef spilað með.“Komið sjálfum mér á óvart Jón gekk í raðir félagsins eftir EM og fékk til að byrja með aðeins þriggja mánaða samning. Hann stóð sig strax vel og fékk því framlengingu á samningnum út þessa leiktíð. „Mér hefur gengið rosalega vel og hef í raun komið sjálfum mér á óvart. Það var leiði í mér er ég kom út fyrst eftir EM. Ég var illa upplagður og meiddur. Það hefur því komið mér á óvart hve vel mér hefur gengið og ég hef náð að klóra mig svolítið í gegnum þetta. Ég var mjög slæmur í skrokknum en hef unnið mig út úr því hægt og rólega. Það hjálpar líka til að vinna og ég er brattur í dag,“ segir Jón Arnór og gleðin skín í gegnum orð hans. Það eru góðir tímar og hann nýtur þeirra. „Ég er mjög ánægður að hafa fengið samning út tímabilið og tekið þátt í þessu ævintýri áfram. Framhaldið er síðan alveg óljóst og verður ekkert rætt á næstunni. Ég er farinn að eldast og skrokkurinn hangir á stundum á bláþræði. Ég er því bara sáttur að fá að klára tímabilið og svo sjáum við til hvað gerist.“Fær að halda íslensk jól Þessi magnaði íþróttamaður segir að lífið leiki við sig og fjölskylduna í Valencia. Þar sé gott að vera. „Það er vel haldið utan um allt hjá þessu félagi og góður stuðningur frá fólkinu í borginni. Svo er alltaf gott veður hérna og hægt að sitja úti með kaffibolla og horfa á krakkana leika sér. Það eru lífsgæði,“ segir Jón hamingjusamur en hann fær ekkert jólafrí en mun þó reyna að halda íslensk jól. „Tengdó eru komin út til okkar með fullt af íslenskum mat sem og með malt og appelsín. Við munum hafa það huggulegt og borða eitthvað gott. Ég veit ekki hvað en ég er spenntur að sjá.“
Körfubolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira