Leiði í mér er ég kom til Spánar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2015 06:30 Jón Arnór á EM. vísir/epa „Við erum aðeins að klóra okkur í hausnum. Það eru bara endalausir sigurleikir hjá okkur,“ segir íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson og hlær en hann var þá á heimleið eftir enn einn sigurleik Valencia í spænska körfuboltanum. Liðið situr í efsta sæti spænsku deildarinnar en það hefur unnið alla ellefu leiki sína í deildinni og er því fyrir ofan Real Madrid og Barcelona í deildinni. Þess utan er liðið búið að vinna alla tíu Evrópuleiki sína í vetur og liðið setti félagsmet með 21 sigri í röð. Árið 1999 náði Valencia að vinna 20 leiki í röð. Jón og félagar því búnir að skrá sig í sögubækur félagsins.Þetta tekur enginn af okkur „Við erum að spila svakalega vel og pressan eykst með hverjum sigrinum. Við verðum að vera sterkir andlega til að halda þessu áfram. Við náðum þessum áfanga og það tekur enginn af okkur,“ segir Jón Arnór en er þetta lið eins gott og úrslitin í vetur sýna?? „Við erum mjög góðir en þetta er þéttur hópur og gott jafnvægi í liðinu. Það eru allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það skiptir mestu máli. Hópurinn nær líka vel saman. Kerfið hentar okkar leikmönnum síðan mjög vel. Flestir ná að blómstra í þessu kerfi og við spilum góðum bolta. Þetta er gott lið og varnarleikurinn afar öflugur hjá okkur. Við æfum líka vel og tökum hraustlega á því. Æfum mikið og ekkert væl.“ Það er meira en að segja það að glíma við risana Real Madrid og Barcelona en hvað telur Jón Arnór að þetta lið geti gert í vetur? „Það er erfitt að segja. Barca og Real er Golíat sem er erfitt að eiga við. Það er erfitt að eiga við þau í úrslitakeppniseinvígi. Það er enn langt í land á þessu tímabili og gott að vera komnir áfram í Evrópukeppninni. Real og Barca anda ofan í hálsmálið ofan á okkur og það verður ekkert unnið í þessum mánuði. Liðið er með báða fætur á jörðinni og mikið hamrað á því. Við erum ekkert að missa okkur í gleðinni,“ segir Jón Arnór en hann hefur spilað með mörgum góðum liðum á ferlinum. Er þetta besta liðið sem hann hefur spilað með? „Það er líklega besta jafnvægið í þessu liði af þeim liðum sem ég hef spilað með. Þetta er eitt af þrem bestu sem ég hef spilað með.“Komið sjálfum mér á óvart Jón gekk í raðir félagsins eftir EM og fékk til að byrja með aðeins þriggja mánaða samning. Hann stóð sig strax vel og fékk því framlengingu á samningnum út þessa leiktíð. „Mér hefur gengið rosalega vel og hef í raun komið sjálfum mér á óvart. Það var leiði í mér er ég kom út fyrst eftir EM. Ég var illa upplagður og meiddur. Það hefur því komið mér á óvart hve vel mér hefur gengið og ég hef náð að klóra mig svolítið í gegnum þetta. Ég var mjög slæmur í skrokknum en hef unnið mig út úr því hægt og rólega. Það hjálpar líka til að vinna og ég er brattur í dag,“ segir Jón Arnór og gleðin skín í gegnum orð hans. Það eru góðir tímar og hann nýtur þeirra. „Ég er mjög ánægður að hafa fengið samning út tímabilið og tekið þátt í þessu ævintýri áfram. Framhaldið er síðan alveg óljóst og verður ekkert rætt á næstunni. Ég er farinn að eldast og skrokkurinn hangir á stundum á bláþræði. Ég er því bara sáttur að fá að klára tímabilið og svo sjáum við til hvað gerist.“Fær að halda íslensk jól Þessi magnaði íþróttamaður segir að lífið leiki við sig og fjölskylduna í Valencia. Þar sé gott að vera. „Það er vel haldið utan um allt hjá þessu félagi og góður stuðningur frá fólkinu í borginni. Svo er alltaf gott veður hérna og hægt að sitja úti með kaffibolla og horfa á krakkana leika sér. Það eru lífsgæði,“ segir Jón hamingjusamur en hann fær ekkert jólafrí en mun þó reyna að halda íslensk jól. „Tengdó eru komin út til okkar með fullt af íslenskum mat sem og með malt og appelsín. Við munum hafa það huggulegt og borða eitthvað gott. Ég veit ekki hvað en ég er spenntur að sjá.“ Körfubolti Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
„Við erum aðeins að klóra okkur í hausnum. Það eru bara endalausir sigurleikir hjá okkur,“ segir íþróttamaður ársins Jón Arnór Stefánsson og hlær en hann var þá á heimleið eftir enn einn sigurleik Valencia í spænska körfuboltanum. Liðið situr í efsta sæti spænsku deildarinnar en það hefur unnið alla ellefu leiki sína í deildinni og er því fyrir ofan Real Madrid og Barcelona í deildinni. Þess utan er liðið búið að vinna alla tíu Evrópuleiki sína í vetur og liðið setti félagsmet með 21 sigri í röð. Árið 1999 náði Valencia að vinna 20 leiki í röð. Jón og félagar því búnir að skrá sig í sögubækur félagsins.Þetta tekur enginn af okkur „Við erum að spila svakalega vel og pressan eykst með hverjum sigrinum. Við verðum að vera sterkir andlega til að halda þessu áfram. Við náðum þessum áfanga og það tekur enginn af okkur,“ segir Jón Arnór en er þetta lið eins gott og úrslitin í vetur sýna?? „Við erum mjög góðir en þetta er þéttur hópur og gott jafnvægi í liðinu. Það eru allir að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Það skiptir mestu máli. Hópurinn nær líka vel saman. Kerfið hentar okkar leikmönnum síðan mjög vel. Flestir ná að blómstra í þessu kerfi og við spilum góðum bolta. Þetta er gott lið og varnarleikurinn afar öflugur hjá okkur. Við æfum líka vel og tökum hraustlega á því. Æfum mikið og ekkert væl.“ Það er meira en að segja það að glíma við risana Real Madrid og Barcelona en hvað telur Jón Arnór að þetta lið geti gert í vetur? „Það er erfitt að segja. Barca og Real er Golíat sem er erfitt að eiga við. Það er erfitt að eiga við þau í úrslitakeppniseinvígi. Það er enn langt í land á þessu tímabili og gott að vera komnir áfram í Evrópukeppninni. Real og Barca anda ofan í hálsmálið ofan á okkur og það verður ekkert unnið í þessum mánuði. Liðið er með báða fætur á jörðinni og mikið hamrað á því. Við erum ekkert að missa okkur í gleðinni,“ segir Jón Arnór en hann hefur spilað með mörgum góðum liðum á ferlinum. Er þetta besta liðið sem hann hefur spilað með? „Það er líklega besta jafnvægið í þessu liði af þeim liðum sem ég hef spilað með. Þetta er eitt af þrem bestu sem ég hef spilað með.“Komið sjálfum mér á óvart Jón gekk í raðir félagsins eftir EM og fékk til að byrja með aðeins þriggja mánaða samning. Hann stóð sig strax vel og fékk því framlengingu á samningnum út þessa leiktíð. „Mér hefur gengið rosalega vel og hef í raun komið sjálfum mér á óvart. Það var leiði í mér er ég kom út fyrst eftir EM. Ég var illa upplagður og meiddur. Það hefur því komið mér á óvart hve vel mér hefur gengið og ég hef náð að klóra mig svolítið í gegnum þetta. Ég var mjög slæmur í skrokknum en hef unnið mig út úr því hægt og rólega. Það hjálpar líka til að vinna og ég er brattur í dag,“ segir Jón Arnór og gleðin skín í gegnum orð hans. Það eru góðir tímar og hann nýtur þeirra. „Ég er mjög ánægður að hafa fengið samning út tímabilið og tekið þátt í þessu ævintýri áfram. Framhaldið er síðan alveg óljóst og verður ekkert rætt á næstunni. Ég er farinn að eldast og skrokkurinn hangir á stundum á bláþræði. Ég er því bara sáttur að fá að klára tímabilið og svo sjáum við til hvað gerist.“Fær að halda íslensk jól Þessi magnaði íþróttamaður segir að lífið leiki við sig og fjölskylduna í Valencia. Þar sé gott að vera. „Það er vel haldið utan um allt hjá þessu félagi og góður stuðningur frá fólkinu í borginni. Svo er alltaf gott veður hérna og hægt að sitja úti með kaffibolla og horfa á krakkana leika sér. Það eru lífsgæði,“ segir Jón hamingjusamur en hann fær ekkert jólafrí en mun þó reyna að halda íslensk jól. „Tengdó eru komin út til okkar með fullt af íslenskum mat sem og með malt og appelsín. Við munum hafa það huggulegt og borða eitthvað gott. Ég veit ekki hvað en ég er spenntur að sjá.“
Körfubolti Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn