Viðskipti innlent

Konur eru mun tekjulægri en karlar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Í tekjuhæsta aldursbilinu eru karlar með um 40 prósent hærri heildartekjur en konur.
Í tekjuhæsta aldursbilinu eru karlar með um 40 prósent hærri heildartekjur en konur. Vísir/Vilhelm
Mikill munur eru á tekjum karla og kvenna í tekjuhæsta aldursbilinu, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Konur eru líka almennt með lægri heildartekjur en karlar, óháð aldursbilum.

Hæstu tekjur bæði kynja eru á aldursbilinu 45 til 50 ára en á því bili eru karlar með um 40 prósent hærri heildartekjur en konur. Karlarnir eru með 8,1 milljón í heildarárstekjur að jafnaði á meðan konurnar eru aðeins með 5,8 milljónir króna.

Jafnastar eru tekjur kynjanna á aldursbilinu 16 til 19 ára en það er einnig það aldursbil þar sem tekjurnar eru almennt lægstar. Fram að miðjum aldri eykst tekjubil kynjanna samhliða hækkandi tekjum en svo dregur aftur saman með kynjunum eftir fimmtugt, samhliða lækkandi tekjum almennt.

Hagstofan skoðar líka miðgildi tekna hjá körlum og konum en þar kemur í ljós að helmingur kvenna er með heildartekjur undir 5,1 milljón króna á meðan helmingur karla er undir 6,7 milljónum á ári.

Í tölunum kemur einnig fram að helmingur landsmanna er með minna en 400 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði en meðaltekjur eru 421 þúsund krónur. 


Tengdar fréttir

Heildartekjur fimm milljónir að meðaltali

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi í fyrra voru um 5,1 milljón króna að meðaltali á ári, eða 421 þúsund krónur á mánuði að jafnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×