Viðskipti innlent

Heildartekjur fimm milljónir að meðaltali

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Heildartekjur einstaklinga á Íslandi í fyrra voru um 5,1 milljón króna að meðaltali á ári, eða 421 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. Heildartekjur höfðu þannig hækkað um 6,6 prósent frá árinu 2013, að því er segir á vef Hagstofunnar.

Atvinnutekjur, sem innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur, voru 3,6 milljónir króna að meðaltali á ári eða um 300 þúsund krónur á mánuði að jafnaði og höfðu hækkað um 5,5 prósent frá fyrra ári.

Aðrar tekjur voru rúmlega ein milljón króna árið 2014 og höfðu hækkað um 7,4 prósent milli ára. Ráðstöfunartekjur voru 3,7 milljónir króna á ári og höfðu hækkað um 6,7 prósent á milli áranna 2013 og 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×