Jólaútsölur hófust í Lundúnum í morgun Heimir Már Pétursson skrifar 26. desember 2015 18:48 Að venju ætlaði allt um koll að keyra þegar hefðbundnar jólaútsölur hófust í Lundúnum í dag. Margir höfðu beðið við dyr verslana frá því í nótt til að verða fyrstir að ná sér í útsöluvarning. Bretar kalla annan í jólum Boxing Day og löng hefð er fyrir því að á þeim degi séu haldnar útsölur í Lundúnum. Helstu verslanagötur eins og Oxford stræti voru þess vegna þétt skipaðar lundúnarbúum sem og ferðamönnum snemma í morgun sem vildu freista þess að gera kostakjör. Ferðamaður í borginni var að kynnast útsöluæðinu í Lundúnum í fyrsta skipti og hafði beðið frá því klukkan sex í morgun fyrir utan stórverslunina Selfridge en gafst að lokum upp. Hann var þó hæst ánægður með daginn. Og sumir höfðu spáð í verð á vörum fyrir jól og gátu vart beðið eftir að sjá hvað þær lækkuðu í verði. Ung kona var himinlifandi þegar hún sá að sumar vörur höfðu lækkað úr 20 pundum allt niður í 5 pund. Hins vegar voru líka þeir sem létu sig fátt um finnast og voru sannfærðir um að ekki væri verið að bjóða upp á bestu vörurnar á útsölunum. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Að venju ætlaði allt um koll að keyra þegar hefðbundnar jólaútsölur hófust í Lundúnum í dag. Margir höfðu beðið við dyr verslana frá því í nótt til að verða fyrstir að ná sér í útsöluvarning. Bretar kalla annan í jólum Boxing Day og löng hefð er fyrir því að á þeim degi séu haldnar útsölur í Lundúnum. Helstu verslanagötur eins og Oxford stræti voru þess vegna þétt skipaðar lundúnarbúum sem og ferðamönnum snemma í morgun sem vildu freista þess að gera kostakjör. Ferðamaður í borginni var að kynnast útsöluæðinu í Lundúnum í fyrsta skipti og hafði beðið frá því klukkan sex í morgun fyrir utan stórverslunina Selfridge en gafst að lokum upp. Hann var þó hæst ánægður með daginn. Og sumir höfðu spáð í verð á vörum fyrir jól og gátu vart beðið eftir að sjá hvað þær lækkuðu í verði. Ung kona var himinlifandi þegar hún sá að sumar vörur höfðu lækkað úr 20 pundum allt niður í 5 pund. Hins vegar voru líka þeir sem létu sig fátt um finnast og voru sannfærðir um að ekki væri verið að bjóða upp á bestu vörurnar á útsölunum.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira