Erfiðasta jólagjöfin er til maka Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“ Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira