Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. desember 2015 09:00 Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. Vísir/Ernir Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira