Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. desember 2015 09:00 Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. Vísir/Ernir Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins. Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins.
Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira