Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. desember 2015 09:00 Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. Vísir/Ernir Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Milljarðar króna fara frá íslenskum álverum til móðurfélaga þeirra vegna aðkeyptrar þjónustu og greiðslna fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi. Mest greiða álverin í Straumsvík og Fjarðaál en hvor um sig greiða á annan milljarð króna en samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaganna á síðasta ári. Norðurál greiðir mun minna og ólíkt hinum tveimur greiðir félagið ekki leyfisgjöld til móðufélagsins.Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst af álverunum þremur.Vísir/ValliGreiða fyrir sérfræðiþekkinguAlcoa Fjarðaál greiddi móðurfélagi sínu Alcoa 12,5 milljónir dollara, eða jafnvirði 1,6 milljarð króna. Innifalið í þeim kostnaði eru rannsóknar- og þróunarvinna, tæknileg aðstoð, tölvu- og fjármálaþjónusta, tryggingar, leyfisgjöld og stjórnunarkostnaður. „Hátæknilegt framleiðslufyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Alcoa Fjarðaál er, nýtur góðs af sameiginlegri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem móðurfélagið veitir ásamt öðrum dótturfyrirtækjum og þjónustuaðilum,“ segir í svari Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa álversins. „Fjarðaál þarf að greiða fyrir þessa þjónustu líkt og önnur fyrirtæki innan Alcoa.“Rio Tinto fékk tæpa tvo milljarða frá Rio Tinto Alcan á síðasta ári.Vísir/GVAEkki nýtt fyrirkomulag hjá Rio TintoVísir hefur áður fjallað um tæplega tveggja milljarða greiðslur Rio Tinto Alcan til móðurfélagsins Rio Tinto vegna ýmissa hluta. Greiðslur að jafnvirði 1,7 milljarðs króna, eða 13,1 milljón dollara, fóru úr Straumsvík til móðurfélagsins í Sviss á síðasta ári. Samkvæmt svari Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa álversins í Straumsvík, var greiðslan fyrir tæknilega þjónustu, sameiginlega stýringu og ábyrgðargjald vegna móðurfélagsábyrgðar sem er í gildi. Til viðbótar kaupir álverið súrál í gegnum móðurfélagið en Ólafur segir enga þóknun greidda fyrir það. Ólafur segir að fyrirkomulagið ekki nýtt af nálinni og hafi samskonar fyrirkomulag verið í gangi hjá fyrri eiganda álversins, en Rio Tinto keypti það árið 2007.Alcoa greiðir Alcoa meðal annars fyrir fjármálaþjónustu og tryggingar.Eiríkur KristóferssonMinnst greitt á GrundartangaÞriðja álverið á Íslandi, Norðurál á Grundartanga, greiðir minnst í kostnað til móðurfélags síns. Samkvæmt svari Sólveigar Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúa álversins, borgaði Norðurál móðurfélagi sínu Century Aluminium tæpar tvær milljónir dollara á síðasta ári en seldi félaginu þjónustu fyrir 260 þúsund dollara á móti. Nettó greiðslur Norðuráls til móðurfélagsins voru 1,7 milljónir dollara, jafnvirði 228 milljóna króna. Það er mun minna en hin álverin tvö greiða til móðurfélagsins. „Þessi kostnaður tengist fyrst og fremst hlutdeild í hugbúnaðarleyfum og rekstri tölvukerfa, tiltekinna trygginga, sem og lögfræðiráðgjöf, sem af hagkvæmnisástæðum eru keypt inn sameiginlega,“ segir Sólveig um greiðslur álversins. „Það eru engar greiðslur fyrir leyfisgjöld og einkaleyfi.“Uppfært klukkan 11.56 þar sem skilja mátti fréttina sem svo að Norðurál greiddi leyfisgjöld til móðurfélagsins.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira