Lokað fyrir samskiptaforritið í WhatsApp í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:54 Facebook keypti samskiptaforritið WhatsApp á seinasta ári fyrir 19 milljarða dollara. vísir/getty Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 48 tímana en dómari í borginni Sao Paulo kvað upp úrskurð þess efnis í gær. Um 100 milljónir nota forritið í landinu en lokunin tók gildi á miðnætti að staðartíma, eða klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Mark Zuckerberg, stofnandi og stærsti eigandi Facebook, ritar færslu um lokunina á Facebook-síðu sína í morgun en Facebook keypti WhatsApp í fyrra á 19 milljarða dollara, eða um 2.300 milljarða íslenskra króna. Í færslu sinni segir Zuckerberg að Facebook vinni nú hörðum höndum að fá úrskurði dómarans um lokun WhatsApp hnekkt en bendir Brasilíumönnum á að enn sé hægt að nota Facebook Messenger. „Þetta er sorgardagur fyrir Brasilíu. Þar til nú hafa yfirvöld í Brasilíu verið talsmenn þess að hafa internetið opið. Þá hafa Brasilíumenn alltaf verið ötulir í því að tjá skoðanir sínar á netinu,“ segir Zuckerberg.Tonight, a Brazilian judge blocked WhatsApp for more than 100 million people who rely on it in her country.We are...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 17 December 2015Í umfjöllun The Verge um málið kemur fram að brasilísk símafyrirtæki hafi löngum reynt að stöðva gríðarlegan vöxt WhatsApp í landinu þar sem hægt er að hringja ókeypis í gegnum forritið. Þetta telja símafyrirtækin ólöglegt og hafa líkt WhatsApp við sjóræningjastarfsemi. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki haft erindi sem erfiði við að koma böndum á WhatsApp þar til með lokuninni nú.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira