Körfubolti

Sara Rún valin nýliði vikunnar í MAAC-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir er að stimpla sig inn hjá Canisius-skólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum og er þegar búinn að krækja í sín fyrstu einstaklingsverðlaun.

Sara Rún var nýliði vikunnar í Metro Atlantic Athletic deildinni en hún átti mjög góða innkomu í 30 stiga sigri á Binghamton á miðvikudaginn var.  Þetta kemur fram á heimasíðu skólans.

Sara Rún skoraði 12 stig og hitti úr 83 prósent skota sinna í leiknum. Sara Rún var með átta stig og 58 prósent skotnýtingu í tveimur leikjum vikunnar.

Sara Rún er 19 ára framherji sem var valin í úrvalslið Domino´s deildar kvenna á síðasta tímabili. Hún var einnig kominn í hlutverk hjá íslenska landsliðinu en gat ekki þátt í síðustu leikjum þar sem hún stundar nám í Bandaríkjunum.

Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir spila báðar með Canisius-skólanum en Margrét Rósa er á sínu öðru ári og þegar komin í mjög stórt hlutverk hjá liðinu.

Íslensku stelpurnar verða aftur í sviðsljósinu um komandi helgi þegar Canisius-skólinn spilar tvo leiki, fyrst á móti Saint Peter skólanum á föstudaginn og svo aftur á móti Rider-skólanum á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.