„Það verður ný og skrýtin tilfinning“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2024 09:02 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék síðast með KR veturinn 2021-22. Nú snýr hann aftur sem elsti Íslendingurinn í liðinu. VÍSIR/BÁRA KR hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bónusdeild karla í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn heim í Vesturbæ. Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“ KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Finnur Freyr í veikindaleyfi Körfubolti Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Åge ræður hvort kallað verði í Albert Fótbolti Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Sjá meira
Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“
KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Fótbolti Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Fótbolti Finnur Freyr í veikindaleyfi Körfubolti Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Fótbolti Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sport Åge ræður hvort kallað verði í Albert Fótbolti Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Körfubolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum að gera betur og halda haus, þetta var ennþá okkar leikur“ „Erfitt að segja að við höfum unnið á einhverju ákveðnu“ Uppgjörið: ÍR - Tindastóll 82-93 | Stólarnir komnir á blað Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Uppgjörið: Höttur - Keflavík 120-115 | Fáliðaðir Hattarmenn kláruðu Keflvík í framlengingu Danny Green leggur skóna á hilluna Finnur Freyr í veikindaleyfi Gaz-leikur Pavels: „Það eru margir hákarlar að synda í kringum Val“ „Áægður með að hún skuli hafa tekið af skarið og látið til sín taka“ Haukar unnu torsóttan sigur gegn Aþenu Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta Flottur leikur Elvars í sigri í Evrópubikarnum Dagur Kár neyðist til að hætta „Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Hvar er þessi? „Þetta er eitthvað biblíudæmi“ GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ „Sóknin alls ekki klár hjá okkur“ „Fyrir mig er mikilvægt að liðið geri það sem við biðjum um“ Beeman með sýningu í fyrsta sigri nýliðanna Uppgjörið: Grindavík - Valur 67-61 | Grindavík skrefi á undan Val Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 103-77 | Unnu Íslandsmeistarana en steinlágu gegn nýliðunum Jakob Birgisson fer á kostum sem Gummi Ben í Körfuboltakvöldi Extra Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Engir eftirmálar af látunum í Smáranum Njarðvík semur við eina unga og efnilega Davíð dæmir hjá Dani í Skotlandi Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Frábær leikur Martins dugði ekki Sjá meira
Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 99-79 | Meistararnir komnir á blað eftir frábæran fjórða leikhluta
Uppgjörið: KR - Stjarnan 86-87 | Linards klikkaði á línunni og Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari Körfubolti