Mildari dómar Hæstaréttar í BK-málinu koma vararíkissaksóknara ekki á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 17:25 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari vísir/gva Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00
Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00
Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00