Mildari dómar Hæstaréttar í BK-málinu koma vararíkissaksóknara ekki á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 17:25 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari vísir/gva Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00
Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00
Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00