Breskt fyrirtæki vill kaupa allt hlutafé í Borgun Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2015 20:38 Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með. Borgunarmálið Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með.
Borgunarmálið Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur