Breskt fyrirtæki vill kaupa allt hlutafé í Borgun Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2015 20:38 Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með. Borgunarmálið Mest lesið Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG, hefur að undanförnu reynt að kaupa allt hlutafé í Borgun hf. , útgefanda Mastercard á Íslandi. Málið strandar hins vegar á því að Íslandsbanki hf. svarar ekki tilboðum í 63,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Í nóvember á síðasta ári seldi Landsbanki Íslands rúmlega þriðjungshlut sinn í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til hóps fjárfesta. Þar var um að ræða Eignarhaldsfélagsið Borgun slf., sem stofnað var skömmu fyrir kaupin á hlutnum og er m.a. í eigu Stálskipa, Péturs Stefánssonar ehf. og Einars Sveinssonar. Íslandsbanki er í dag stærsti hluthafi Borgunar hf. með 63,5 prósenta hlut. Eignarhaldsfélagið Borgun heldur á 25,5 prósenta hlut og aðrir hluthafar eiga 11 prósent. Starfsmenn breska greiðslumiðlunarfyrirtækisins UPG hafa sett sig í samband við Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka og aðra stjórnendur bankans og gert tilboð í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. í sterlingspundum en ekki fengið nein svör frá bankanum. Miles Carroll, forstjóri UPG, hefur sjálfur komið fram fyrir hönd fyrirtækisins í þessari tilboðsgerð. Fjárhæð kauptilboðs hefur ekki fengist upp gefin en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um að ræða talsvert hærra kaupverð en greitt var fyrir hlutabréf í Borgun í fyrra þegar Landsbankinn seldi sinn hlut í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar Borgunar hf. hafa ríka hagsmuni af því að UPG fái jákvætt svar við tilboði í hlut Íslandsbanka í Borgun hf. þar sem UPG hefur áhuga á að eignast Borgun í heild sinni og hyggst gera öðrum hluthöfum tilboð samhliða kaupum á hlut Íslandsbanka í Borgun, gangi þau eftir. Kaup Bretanna á Borgun hf. hafa í raun strandað á því að Íslandsbanki hefur ekki svarað fyrirspurnum um sölu hlut sínum í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Gangi kaupin eftir sér UPG hag sinn í því að sameina félögin tvö því Borgun hefur leyfi til færsluhirðingar um alla Evrópu. Stjórnendur UPG sjá tækifæri í því að margfalda markaðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis í færsluhirðingu í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir hluthafar Borgunar hafa ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna stærsti hluthafi fyrirtækisins, Íslandsbanki, hafi ekki verið til viðræðna um sölu á hlut sínum til UPG en kenningar hafa verið uppi um að það tengist hugsanlega fyrirhuguðum eigendaskiptum á bankanum. Stjórnendur Íslandsbanka kunni að vilja fara sér hægt við sölu eigna bankans nú þegar það stendur fyrir dyrum að ríkissjóður eignist bankann að fullu í tengslum við stöðugleikaframlag slitabús Glitnis og nauðasamning Glitnis banka. Slitabú Gitnis er stærsti eigandi Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélagið ISB Holding með 95 prósenta eignarhlut. Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, fyrir milligöngu upplýsingafulltrúa bankans, að stjórnendur Íslandsbanka væru vel meðvitaður um áhugann á Borgun hf. Hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort Borgun væri yfir höfuð til sölu.Fréttin var uppfærð 7. desember 2015. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega fullyrt að UPG væri í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs. Hið rétta er að starfsmenn UPG og stjórnarmenn í fyrirtækinu eiga samtals 86 prósenta hlut og 14 prósenta hlutur er í eigu stofnanafjárfesta. Það leiðréttist hér með.
Borgunarmálið Mest lesið Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira