Segist ekki hafa vitað af 250 milljónum evra sem félögin hans fengu að láni hjá Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2015 14:34 Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Vísir/Vilhelm Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem var einn stærsti eigandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008, segist ekki hafa vitað að Kaupþing lánaði eignarhaldsfélagi hans Harlow 130 milljónir evra í september 2008. Þetta kom fram í aðalmeðferð í CLB-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meirihluti lánsins var notaður til að greiða upp lán Harlow við Kaupþing Lúxemborg. Það lán hafði verið notað sem eiginfjárframlag Harlow í eignarhaldfélagið Partridge sem keypti lánshæfistengt skuldabréf af Deutsche Bank. Þá vissi Ólafur heldur ekki að Partridge fékk 125 milljóna evra lán frá Kaupþingi til að mæta veðköllum frá Deutsche vegna skuldabréfakaupanna. Gaf skýrslu í gegnum síma frá Kvíabryggju Skuldabréfið var tengt skuldatryggingarálagi Kaupþings sem hafði hækkað mikið mánuðina fyrir viðskiptin og vill saksóknari meina að viðskiptin hafi verið gerð með það að markmiði að lækka skuldatryggngarálag. Ólafur, sem gaf skýrslu í dag í gegnum síma frá fangelsinu Kvíabryggju þar sem hann afplánar dóm vegna Al Thani-málsins, sagði fyrir dómi að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, hefði kynnt umrædd viðskipti upphaflega fyrir sér. Saksóknari sagði þá að Hreiðar hefði sagt fyrir dómi að Ólafur hefði átt frumkvæði að viðskiptunum. Ólafur svaraði því til að hann kannaðist ekki við það en nefndi að Hjörleifur Jakobsson hefði rætt við Hreiðar en ekki fyrir tilstilli hans. Höfuðstöðvar Kaupþings í Borgartúni þar sem nú er Arion banki.Vísir/GVA Áhættulítil viðskipti fyrir Ólaf Ólafur sagðist hafa veitt stjórn Harlow umboð til að taka 130 milljóna evra lán hjá ótilgreindri fjármálastofnun og svo 125 milljóna evra lán hjá Deutsche Bank. Hann vissi svo ekki af því þegar félagið fékk lánið frá Kaupþingi og þá gat Ólafur ekki svarað því hvers vegna bankinn var að svara veðkalli sem var beint að félagi í hans eigu.Saksóknari spurði Ólaf hvers vegna hann hefði gengið til þessara viðskipta og svaraði hann því til að þau hefðu falið í sér litla áhættu fyrir hann. Aðspurður hvort eitthvað hefði legið fyrir um hvað yrði af hagnaði viðskiptanna, ef hann yrði einhver, sagði Ólafur að rætt hefði verið um að hagnaðurinn færi í styrkja eigin fé hjá fyrirtækjum sem áttu í lánsviðskiptum við Kaupþing.„Er ég ekki búinn að svara þessu?“Undir lok skýrslutökunnar spurði saksóknari hvort það væri rétt skilið hjá honum að Ólafur hafi ekki vitað að á tæpum mánuði hafi skuldbindingar hans við Kaupþing aukist um 250 milljónir.„Er ég ekki búinn að svara þessu?” sagði Ólafur þá. „Það var sem sagt þannig?“ spurði saksóknari en fékk ekkert svar frá Ólafi. Í málinu eru þeir Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga upp á samtals 510 milljónir evra. Þá er Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar.
Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53 Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Magnús Guðmundsson: „Ég sit með ekkert í höndunum um meinta refsiverða háttsemi mína“ Annar dagur aðalmeðferðar í CLN-málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. desember 2015 10:53
Sigurður segir saksóknara vefa lygavef Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í CLN-málinu í dag. 7. desember 2015 22:30
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur