Handbolti

Bergischer tapaði fyrir Leipzig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgvin Páll.
Björgvin Páll. Vísir/EPA
Bergischer og Leipzig mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag á heimavelli Leipzig og náðu heimamenn að tryggja sér sigurinn á lokakaflanum.

Arnór Þór Gunnarsson var í liði Bergischer og Björgvin Páll Gústavsson í markinu. Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Leipzig og jafnt á öllum tölum lungann af síðari hálfleiknum. Í stöðunni 25-25, og nokkrar mínútur eftir af leiknum, hætti Bergischer leik og breyttu leikmenn Leipzig stöðunni í 29-25.

Þeir unnu því að lokum nokkuð öruggan sigu, 31-28. Arnór Þór skoraði eitt marki í leiknum. 

Bergischer er í næstneðsta sæti deildarinnar en Leipzig í því tólfta. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×