Erlent

Lærðu að bera fram nafnið Phuc Dat Bich

Bjarki Ármannsson skrifar
Breska ríkisútvarpið hefur fengið víetnamskan málnotanda til þess að kenna fólki að bera nafnið rétt fram.
Breska ríkisútvarpið hefur fengið víetnamskan málnotanda til þess að kenna fólki að bera nafnið rétt fram.
Phuc Dat Bich, ungur ástralskur maður af víetnömskum uppruna, rataði í heimspressuna í síðustu viku þegar hátt í hundrað þúsund manns deildu Facebook-færslu hans þar sem hann kvartar undan því hve fáir trúi honum þegar hann sýni þeim nafnið sitt. Bich deildi mynd af vegabréfinu sínu til þess að sanna að hann sé að nota rétt nafn á Facebook, en hann segir að síðu hans hafi nokkrum sinnum verið lokað.

Nafnið Phuc Dat Bich er tiltölulega algengt í Víetnam, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Enskumælandi fólk myndi hinsvegar sennilega lesa það sem „Fuck that bitch,“ eða „fari sú tík til fjandans,“ sem væri í meira lagi óviðeigandi nafn á Facebook-síðu. Breska ríkisútvarpið hefur þó fengið víetnamskan málnotanda til þess að kenna fólki að bera nafnið rétt fram og sjá má það myndband með hlekknum hér að ofan.

Upphaflegt innlegg Bich má sjá hér fyrir neðan.

I find it highly irritating the fact that nobody seems to believe me when I say that my full legal name is how you see...

Posted by Phuc Dat Bich on 27. janúar 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×