Þakkargjörðarhátíðin sækir í sig veðrið Guðrún Ansnes skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Erna Kristín Blöndal hefur haldið þakkargjörðarhátíðina hátíðlega ásamt vinum frá 2005. Við höfum haldið þakkargjörðarhátíðina hátíðlega síðan árið 2005, ég veit ekki nákvæmlega hvað það var sem kom okkur á sporið en við erum náinn hópur sem finnst mjög gaman að hittast og búa okkur hreinlega til tilefni,“ segir Erna Kristín Blöndal, einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem tekið hafa ástfóstri við þakkargjörðarhátíðina, eða thanksgiving, eins og nafnið útleggst á frummálinu. Um ræðir hóp fullorðins fólks sem áður fyrr var bekkjarfélagar í Menntaskólanum í Reykjavík og hefur haldið góðum vinskap síðan. „Við leyfum okkur bara alveg að taka þessa bandarísku væmnu stemningu, þar sem við sýnum þakklæti, eldum saman og horfum á alla Thanksgiving-þættina úr Friends,“ útskýrir Erna og skellir upp úr. Hún viðurkennir fúslega að til að byrja með hafi kaldhæðnin verið ofar einlægninni í þakkarræðunum, en með tíð og tíma hafi þetta svo orðið væmnara með hverju skiptinu. „Í ár tókum við allan daginn í þetta, hittumst upp úr hádegi og skelltum þá kalkúninum inn í ofn þar sem hann mátti dúsa, milli þess sem hann var ausinn smjöri, þetta snýst nefnilega allt um smjörið,“ bendir Erna á. Hún segir jafnframt að hátíðin sé einkar fjölskylduvæn, þar sem ekki sé síður skemmtilegt fyrir börnin að vera með, þau geti alveg gert salat og svo séu þau ljómandi fín í baksturinn. Erna útskýrir þó skilmerkilega að ekki sé um að ræða þakkargjörðarhátíð nákvæmlega eins og þá sem Bandaríkjamenn blási til, þótt umgjörðin virðist sú sama. „Við erum ekki að halda á lofti sögunni sem einkennir daginn úti, við erum bara að finna okkur tilefni til að vera saman og vera svolítið væmin á okkar eigin forsendum.“ Hún segir jafnframt að dagsetningin sé alls ekki heilög, en þau reyni þó að dansa svolítið í kringum hina einu sönnu dagsetningu hverju sinni. „Þetta er bara svo ofboðslega gaman. Hvernig er til dæmis hægt annað en að verða svolítið væminn og glaður þegar maður er troðfullur af kalkún og pekanpæ? Það má meira að segja leggja sig í svona boðum.“ Erna var svo góð að deila með lesendum uppskriftum að velheppnaðri þakkargjörðarhátíð.Kalkúnn - Smjör, smjör, smjör og aftur smjörHér er miðað við 400 til 500 grömm á mann. Ofninn stilltur á 150°C og er miðað við 40-45 mín á hvert kíló, og svo auka 40 mínútur fyrir fyllinguna. Til að kjötið verði safaríkt skiptir smjörið öllu máli, og því nuddum við kalkúninn upp úr því áður en við kryddum. Gott er að sprauta smjöri inn í kalkúninn líka, í vöðva og undir húð. Kryddað með salti, pipar og smá paprikukryddi. Svo smjörbleytum við viskastykki og leggjum ofan á kalkúninn sem hann fer með inn í ofninn og hellum meira smjöri yfir bara til öryggis. Á hálftíma fresti tökum við kalkúninn aðeins út og hellum meira smjöri yfir hann allan sem við tökum úr ofnfatinu. Oftast þarf að skipta a.m.k. einu sinni um viskastykki á eldunartímanum. Við notum kjöthitamæli til að vita hvenær kalkúnninn er tilbúinn og reynum að taka hann út við u.þ.b. 72 gráður. Lífsfyllingin100 g smjör 2 meðalstórir laukar, smátt saxaðir 1 sellerístöngull, smátt saxaður 16 skorpulausar brauðsneiðar, skornar í teninga 12 beikonsneiðar, steiktar og brytjaðar smátt 113 grömm pekanhnetur grófsaxaðar 3 tsk. kalkúnakrydd frá Pottagöldrum 1 tsk. salt ½ tsk. hvítur pipar 2 stór egg, þeytt með gaffli 2 ½ dl ljóst kjötsoð Aðferð 1. Bræðið smjörið og mýkið laukinn og selleríið í því. 2. Takið pottinn af hitanum og bætið öllu nema eggjunum og soðinu saman við. Blandið vel saman. 3. Bætið eggjunum og soðinu að lokum út í. SætkartölfustappaLykillinn er að smakka vel til og finna hvað er nógu sætt eða of sætt fyrir þig. 2-3 kíló sætar kartöflur eru soðnar, afhýddar og stappaðar. Bætið við slatta af smjöri, kannski 8 matskeiðum, bolla af púðursykri, 1-2 dl af rjóma og salti eftir smekk. Sett í hrærivélina og þeytt þar til áferðin verður silkimjúk og engir klumpar. Hellt í stórt fat og sykurpúðum raðað þétt ofan á. Best er að nota litla sykurpúða eða skera venjulega sykurpúða í tvennt. Sett inn í ofn á 180 til 200 gráður í 30 mínútur þannig að sykurpúðarnir bráðni og fái stökka húð en brenni ekki. Sósan sem skiptir öllu máliInnmaturinn er brúnaður í smjöri ásamt lauk og er síðan fært í pott ásamt kjúklingasoði. Látið sjóða við vægan hita í um klukkutíma og því næst síað. Þegar kalkúnninn er fullsteiktur er safinn úr skúffunni sigtaður út í pottinn, sósan soðin upp og jöfnuð, sigtuð ef þurfa þykir og bragðbætt eftir smekk, til dæmis með rifsberjahlaupi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heilsar upp á kalkúninn líkt og hefð er fyrir í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Hvíta húsinu.Vísir/Getty Almættinu þakkað í 394 árÞakkargjörðardagurinn er haldinn árlega í Bandaríkjunum og þá fjórða fimmtudag nóvembermánaðar, en Franklin D. Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lét festa það í lög árið 1914. Hátíðin sjálf teygir sig þó yfir alla helgina. Fyrsta þakkargjörðardaginn má rekja alla leið aftur til ársins 1621 og var það í höndum enskra pílagríma að slá upp fyrstu hátíðinni. Eftir að hafa hrökklast frá Englandi tóku þeir sér bólfestu við Massachusettsflóa, og kölluðu staðinn Plymouth, og urðu svo himinlifandi með uppskeruna haustið eftir að úr varð allsherjar þakklætishátíð, þar sem guði var þakkað kærlega fyrir örlætið. Ensku flóttamennirnir buðu innfæddum í þriggja daga veislu þar sem villibráð og kalkúnn voru á boðstólum, líkt og tíðkast enn þann dag í dag. Hefur hátíðin teygt anga sína út um allan heim og hafa Japanar, Þjóðverjar, Hollendingar og Ástralar svo einhverjir séu nefndir, fest svipuð hátíðarhöld í dagatölunum sínum. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Við höfum haldið þakkargjörðarhátíðina hátíðlega síðan árið 2005, ég veit ekki nákvæmlega hvað það var sem kom okkur á sporið en við erum náinn hópur sem finnst mjög gaman að hittast og búa okkur hreinlega til tilefni,“ segir Erna Kristín Blöndal, einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem tekið hafa ástfóstri við þakkargjörðarhátíðina, eða thanksgiving, eins og nafnið útleggst á frummálinu. Um ræðir hóp fullorðins fólks sem áður fyrr var bekkjarfélagar í Menntaskólanum í Reykjavík og hefur haldið góðum vinskap síðan. „Við leyfum okkur bara alveg að taka þessa bandarísku væmnu stemningu, þar sem við sýnum þakklæti, eldum saman og horfum á alla Thanksgiving-þættina úr Friends,“ útskýrir Erna og skellir upp úr. Hún viðurkennir fúslega að til að byrja með hafi kaldhæðnin verið ofar einlægninni í þakkarræðunum, en með tíð og tíma hafi þetta svo orðið væmnara með hverju skiptinu. „Í ár tókum við allan daginn í þetta, hittumst upp úr hádegi og skelltum þá kalkúninum inn í ofn þar sem hann mátti dúsa, milli þess sem hann var ausinn smjöri, þetta snýst nefnilega allt um smjörið,“ bendir Erna á. Hún segir jafnframt að hátíðin sé einkar fjölskylduvæn, þar sem ekki sé síður skemmtilegt fyrir börnin að vera með, þau geti alveg gert salat og svo séu þau ljómandi fín í baksturinn. Erna útskýrir þó skilmerkilega að ekki sé um að ræða þakkargjörðarhátíð nákvæmlega eins og þá sem Bandaríkjamenn blási til, þótt umgjörðin virðist sú sama. „Við erum ekki að halda á lofti sögunni sem einkennir daginn úti, við erum bara að finna okkur tilefni til að vera saman og vera svolítið væmin á okkar eigin forsendum.“ Hún segir jafnframt að dagsetningin sé alls ekki heilög, en þau reyni þó að dansa svolítið í kringum hina einu sönnu dagsetningu hverju sinni. „Þetta er bara svo ofboðslega gaman. Hvernig er til dæmis hægt annað en að verða svolítið væminn og glaður þegar maður er troðfullur af kalkún og pekanpæ? Það má meira að segja leggja sig í svona boðum.“ Erna var svo góð að deila með lesendum uppskriftum að velheppnaðri þakkargjörðarhátíð.Kalkúnn - Smjör, smjör, smjör og aftur smjörHér er miðað við 400 til 500 grömm á mann. Ofninn stilltur á 150°C og er miðað við 40-45 mín á hvert kíló, og svo auka 40 mínútur fyrir fyllinguna. Til að kjötið verði safaríkt skiptir smjörið öllu máli, og því nuddum við kalkúninn upp úr því áður en við kryddum. Gott er að sprauta smjöri inn í kalkúninn líka, í vöðva og undir húð. Kryddað með salti, pipar og smá paprikukryddi. Svo smjörbleytum við viskastykki og leggjum ofan á kalkúninn sem hann fer með inn í ofninn og hellum meira smjöri yfir bara til öryggis. Á hálftíma fresti tökum við kalkúninn aðeins út og hellum meira smjöri yfir hann allan sem við tökum úr ofnfatinu. Oftast þarf að skipta a.m.k. einu sinni um viskastykki á eldunartímanum. Við notum kjöthitamæli til að vita hvenær kalkúnninn er tilbúinn og reynum að taka hann út við u.þ.b. 72 gráður. Lífsfyllingin100 g smjör 2 meðalstórir laukar, smátt saxaðir 1 sellerístöngull, smátt saxaður 16 skorpulausar brauðsneiðar, skornar í teninga 12 beikonsneiðar, steiktar og brytjaðar smátt 113 grömm pekanhnetur grófsaxaðar 3 tsk. kalkúnakrydd frá Pottagöldrum 1 tsk. salt ½ tsk. hvítur pipar 2 stór egg, þeytt með gaffli 2 ½ dl ljóst kjötsoð Aðferð 1. Bræðið smjörið og mýkið laukinn og selleríið í því. 2. Takið pottinn af hitanum og bætið öllu nema eggjunum og soðinu saman við. Blandið vel saman. 3. Bætið eggjunum og soðinu að lokum út í. SætkartölfustappaLykillinn er að smakka vel til og finna hvað er nógu sætt eða of sætt fyrir þig. 2-3 kíló sætar kartöflur eru soðnar, afhýddar og stappaðar. Bætið við slatta af smjöri, kannski 8 matskeiðum, bolla af púðursykri, 1-2 dl af rjóma og salti eftir smekk. Sett í hrærivélina og þeytt þar til áferðin verður silkimjúk og engir klumpar. Hellt í stórt fat og sykurpúðum raðað þétt ofan á. Best er að nota litla sykurpúða eða skera venjulega sykurpúða í tvennt. Sett inn í ofn á 180 til 200 gráður í 30 mínútur þannig að sykurpúðarnir bráðni og fái stökka húð en brenni ekki. Sósan sem skiptir öllu máliInnmaturinn er brúnaður í smjöri ásamt lauk og er síðan fært í pott ásamt kjúklingasoði. Látið sjóða við vægan hita í um klukkutíma og því næst síað. Þegar kalkúnninn er fullsteiktur er safinn úr skúffunni sigtaður út í pottinn, sósan soðin upp og jöfnuð, sigtuð ef þurfa þykir og bragðbætt eftir smekk, til dæmis með rifsberjahlaupi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heilsar upp á kalkúninn líkt og hefð er fyrir í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Hvíta húsinu.Vísir/Getty Almættinu þakkað í 394 árÞakkargjörðardagurinn er haldinn árlega í Bandaríkjunum og þá fjórða fimmtudag nóvembermánaðar, en Franklin D. Roosevelt, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lét festa það í lög árið 1914. Hátíðin sjálf teygir sig þó yfir alla helgina. Fyrsta þakkargjörðardaginn má rekja alla leið aftur til ársins 1621 og var það í höndum enskra pílagríma að slá upp fyrstu hátíðinni. Eftir að hafa hrökklast frá Englandi tóku þeir sér bólfestu við Massachusettsflóa, og kölluðu staðinn Plymouth, og urðu svo himinlifandi með uppskeruna haustið eftir að úr varð allsherjar þakklætishátíð, þar sem guði var þakkað kærlega fyrir örlætið. Ensku flóttamennirnir buðu innfæddum í þriggja daga veislu þar sem villibráð og kalkúnn voru á boðstólum, líkt og tíðkast enn þann dag í dag. Hefur hátíðin teygt anga sína út um allan heim og hafa Japanar, Þjóðverjar, Hollendingar og Ástralar svo einhverjir séu nefndir, fest svipuð hátíðarhöld í dagatölunum sínum.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið