Enginn átti séns í Schwartzel - Spieth nálægt sigri í Ástralíu Kári Örn Hinriksson skrifar 29. nóvember 2015 22:30 Charl Schwartzel er nánast ósigrandi á heimavelli. Getty Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira