Íslenskur frumkvöðull þróar Tinder fyrir hunda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 15:45 Betri tíð gæti reynst í vændum fyrir hunda um allt land. Vísir/Samsett Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent