Íslenskur frumkvöðull þróar Tinder fyrir hunda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 15:45 Betri tíð gæti reynst í vændum fyrir hunda um allt land. Vísir/Samsett Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira