Íslenskur frumkvöðull þróar Tinder fyrir hunda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2015 15:45 Betri tíð gæti reynst í vændum fyrir hunda um allt land. Vísir/Samsett Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér. Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ungur íslenskur frumkvöðull safnar nú á Karolina Fund fyrir nýju smáforriti sem er í þróun. Smáforritið á að auðvelda hundaeigendum að finna leikfélaga fyrir hunda sína auk þess sem það á að virkja aðra hundaeigendur skyldu þeir verða fyrir því óláni að týna hundunum sínum. Guðfinna Kristinsdóttir, ungur háskólanemi og einn af stjórnendum hins afar virka og fjölmenna Facebook-hóps Hundasamfélagið, segist hafa gengið með smáforritið í maganum um nokkurn tíma. „Ég er stjórnandi á Hundasamfélaginu og þar fáum við oft tilkynningar um týnda hunda, segir Guðfinna. „Ég hef t.d. fylgst vel með undanfarna daga og það eru að koma tvær til þrjár tilkynningar inn á Facebook-hópinn okkar á dag um hunda sem hafa týnst.“Guðfinna er mikill áhugamaður um hunda og hefur lengi gengið með hugmyndina að smáforritinu.Guðfinna KristinsdóttirAllsherjarsmáforrit fyrir hundaeigendur Hugmyndin er í raun ósköp einföld. Hver notandi getur sett inn upplýsingar um hundinn sinn. Týnist hann verður svo hægt að senda tilkynningu í gegnum smáforritið. Hana fá allir þeir sem eru með smáforritið í símanum sínum í ákveðnum radíus og geta þeir því aðstoðað við leitina eða haft augun opin. „Það er mjög dýrt spaug að þurfa að leysa hundinn sinn út frá hundafangaranum og því væri frábært að geta virkjað nærumhverfið þegar hundar týnast. Hægt verður að setja inn upplýsingar um hundinn, t.d. hvort hann sé mannelskur eða hvort hann bíti sé hann hræddur. Þetta minnkar stressið við það að týna hundinum sínum.“ Þetta er þó bara grunnhugmyndin og í raun stefnir Guðfinna á að bæta við fjölmörgum möguleikum. Þannig sér hún fyrir sér að fyrirtæki getið boðið dýraeigendum afslætti í gegnum smáforritið, hægt verði að finna yfirlit yfir hentugar gönguleiðir og lausagöngusvæði hunda og ýmislegt fleira. Það merkilegasta er þó án efa að með smáforritinu eiga hundaeigendur að geta fundið leikfélaga fyrir hundana sína. „Þetta er svona svipað og Tinder,“ útskýrir Guðfinna. „Það verður hægt að ýta til hægri eða vinstri eftir því hvort að hundurinn passi þínum hund. Eins og t.d. minn hundur. Hann er stór en verður hræddur í kringum aðra stóra hunda. Ég myndi því leita að minni hundum fyrir hann til þess að leika við.“Stefnir á erlendan markað Guðfinna ætlar sér að vinna sjálf að smáforritinu en hefur fengið forritara í lið með sér til þess að sjá um tæknilegu hliðina. Hún er hinsvegar með bakgrunn í hönnun og ætlar að hanna viðmótið sjálf. Reiknar hún með að smáforritið verði klárt í febrúar gangi söfnunin eftir en 25 dagar eru eftir af söfnunni sem gengur ágætlega þrátt fyrir að hafa aðeins hafist fyrir fjórum dögum síðan. Hinn ungi frumkvöðull er stórhuga og stefnir út með smáforritð gangi allt vel. „Þetta er hugsað þannig að ekkert mál sé að færa þetta til útlanda. Ég hef verið að skoða svona smáforrit sem eru miðuð að hundaeiendum en ekkert þeirra tengir þetta allt saman eins og við ætlum að gera.“ Guðfinna hefur þegar þetta er skrifað safnað tæpum 800 evrum af þeim 3.500 sem hún stefnir á. Hægt er að kynna sér smáforritið og styrkja söfnunina hér.
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira