Ísland og norðurslóðir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Breytingarnar á norðurskautinu eru mun örari en nokkurn óraði fyrir að gæti orðið fyrir einungis fáum árum. Bráðnun heimskautaíssins og sú stóraukna skipaumferð sem af hefur hlotist um norðurpól, auðlindir sem stórþjóðir hafa augastað á undir hafsbotni og í jörðu – að ekki sé minnst á afdrif lífstofna í hafinu sem strandríkin byggja afkomu sína á – allt hefur þetta gert mönnum æ betur ljóst hve mikið er í húfi fyrir vistkerfi og efnahag Norðurslóðaríkja. Ágirnd á auðæfum Norðurslóða Æ fleiri ríki, stofnanir og samtök ásælast hlut í gæðum og möguleikum norðurslóða, ekki síst með auðlindanýtingu fyrir augum. Samhliða eru valdastjórnmál farin að yfirskyggja samvinnu ríkja, eftir því sem stórveldin gera sig meira gildandi í norðurslóðamálefnum. Stórþjóðir hafa skilgreint norðurskautið sem hernaðarlega mikilvægt og hernaðarleg viðvera hefur færst þar í aukana. Að sama skapi hafa æ fleiri þjóðir séð ástæðu til þess að árétta fullveldi sitt og hagsmuni tengda nýtingu. Við svo búið verða Norðurlöndin að taka sér stöðu og gæta hagsmuna sinna og samningsstöðu gagnvart umheiminum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla og bæta samstarf Norðurlanda í umhverfis- og öryggismálum á norðurslóðum. 5 ríkja samstarf eða Norðurskautsráð? Hið svokallaða 5 ríkja samstarf um norðurskautsmálefnin er eitt dæmi um það hvernig valdastjórnmál eru að verða ógn við ríkjasamvinnu í málefnum norðurslóða. Kanada, Banaríkin, Rússland, Danmörk og Noregur hafa myndað með sér samráðsvettvang, en undanskilið Íslendinga, Svía, Finna og frumbyggjasamtökin. Til hliðar við þennan vettvang starfar svo Norðurskautsráðið, en í því eru öll norðurslóðaríkin átta: Ísland, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Bandaríkin, Kanada og Rússland. Þar eiga frumbyggjasamtök norðurskautsins einnig sína fulltrúa og ýmsir fleiri. Meðal aðildar- og áheyrnaraðila Norðurskautsráðsins eru 10 af 11 stærstu hagkerfum heims, 6 af 15 stærstu olíuframleiðsluríkjum heims og 9 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims. Norðurskautsráðið er þess vegna vettvangurinn þar sem samráð þjóðanna á að eiga sér stað um málefni norðurslóða. Það er mikilvægt fyrir hagsmuni Norðurlanda að styrkja Norðurskautsráðið. Augljóst er að strandríkin, ekki síst Íslendingar og frumbyggjaþjóðirnar, eiga mikið undir því hvernig mál þróast á norðurslóðum. Hagsmunir Íslands eru nátengdir samgöngum til og frá landinu og auðlindanýtingu á borð við fiskveiðar. Ísland er til dæmis 17da stærsta fiskveiðiþjóð heims. Ísland á kröfu til land- og hafsvæða norðan heimskautsbaugs, enda er efnahagslögsaga okkar innan norðurskautsvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshaf. Rannsóknir og samstarf – ekki valdastjórnmál 5-ríkja samstarfið hefur verið okkur þyrnir í augum af tveim ástæðum. Sú fyrsta er augljós, við eigum þar enga aðkomu. Hin ástæðan er að það hefur aukið spennu og tortryggni í samskiptum landa. Framkoma Rússa í austanverðri Evrópu hefur ekki bætt úr þeirri skák, og undirstrikar einnig nauðsyn þess að Norðurlönd og Vesturlönd standi saman á öllum sviðum. Er nú svo komið að jafnvel Bandaríkjamenn hafa látið í ljósi áhyggjur af því að kannski sé 5-ríkja samráðsvettvangurinn full ráðríkur með tilliti til minni þjóðanna sem eiga mikið undir. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að valdastjórnmálum sé vikið til hliðar í málefnum norðurslóða, þar sem svo geigvænlegar umhverfisbreytingar eru að eiga sér stað. Á móti þarf að efla milliríkjasamstarf um rannsóknir og vöktun á svæðinu svo ákvarðanir framtíðar byggist á vísindalegri þekkingu. Um þetta ættu Íslendingar að hafa forgöngu, því við eigum að vera leiðandi í málefnum norðurslóða á grundvelli fagmennsku, þekkingar og ábyrgrar umhverfisstefnu. Afkoma okkar og framtíð getur oltið á því.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun