Fjársöfnun Bláa naglans í þágu krabbameinsgreininga með blóðprufum Jón Jóhannes Jónsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Erfðasjúkdómar og erfðavandamál eru margvísleg og geta valdið alvarlegum sköpulagsgöllum, efnaskiptatruflunum og þroskahömlun. Talið er að um 5-8% allra einstaklinga fái sjaldgæfan sjúkdóm á ævinni og oftast er sá sjúkdómur með erfðaorsök. Erfða- og sameindalæknisfræðideild á Landspítala (ESD) er með sérhæfðar rannsóknarstofur og göngudeild í erfðaráðgjöf til að veita alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu fyrir allt Ísland. Ein algengasta ástæða þess að fólk leitar erfðaráðgjafar er mögulegt arfgengt krabbamein. Blái naglinn vinnur að forvörnum gegn krabbameini og styður með söfnunum rannsóknir, m.a. á blöðruháls- og ristilkrabbameini. ESD og Blái naglinn eru í samstarfi um uppbyggingu rannsóknaraðstöðu á ESD til að greina kjarnsýrur, bæði DNA og RNA, í líkamsvökvum. Markmið þeirrar samvinnu er að vera í fararbroddi í þróun þessara mælinga og innleiðingu þeirra í heilbrigðisþjónustu. Æxlisvísar eru efni sem losna úr æxlum út í blóð og aðra líkamsvökva. Mælingar á magni æxlisvísa er hægt að nota við greiningu og meðferð á krabbameinum. Æxlisvísar, sem nú eru notaðir, eru prótein sem mælast í lágum styrk í líkamsvökvum heilbrigðra en hækka í vissum krabbameinum. Magn þeirra í blóði er í samhengi við stærð æxlisins. Núverandi æxlisvísar hafa ýmsar takmarkanir og þeir koma mest að notum við að meta svörun við meðferð sumra krabbameina. Kjarnsýrurnar DNA og RNA eru upplýsingasameindir í frumum líkamans sem stjórna því hvernig mannslíkaminn er byggður og hvernig hann starfar. DNA- og RNA- sameindir losna út í líkamsvökva frá deyjandi frumum af ýmsum ástæðum, meðal annars við ýmsa sjúkdóma. Mikill áhugi er á því að nota mælingar á DNA- og RNA-sameindum í líkamsvökvum til að greina krabbamein. Það er hægt vegna þess að í æxlisfrumum eru áunnar breytingar í DNA-erfðaefninu, sem leiða til krabbameinsmyndunar eða eru afleiðing æxlisvaxtar. Breytingarnar geta verið sértækar fyrir ákveðin krabbamein eða flokk krabbameina. DNA-sameindir með slíkar sértækar breytingar losna út í líkamsvökva þar sem hægt er að greina þær.Spennandi notkunarsvið Mælingar með þessari tækni eru að koma í notkun en frekari rannsóknir og þróun eru nauðsynlegar. Tvö metnaðarfull notkunarsvið í framtíðinni eru sérstaklega spennandi. Annað er að áunnar stökkbreytingar geta verið mismunandi á mismunandi stöðum í æxlum og eins getur verið munur á upprunalegum æxlum og meinvörpum. Vonir standa til þess að einföld sýnataka með blóðprufu, í sumum tilvikum í stað vefjasýnis sem tekið væri með skurðaðgerð, gæti greint þessar stökkbreytingar og þannig hjálpað til við ákvörðun um meðferð. Hitt notkunarsviðið er skimun fyrir krabbameinum og möguleg greining þeirra á meðan æxli væru enn lítil og áður en einkenni kæmu fram eða breytingar myndu sjást með myndrannsóknum. Það myndi auka mjög möguleika á lækningu. Frumforsenda slíkrar skimunar er að æxli hafa verið að vaxa í mörg ár áður en þau greinast og hafa væntanlega gefið frá sér afbrigðilegar DNA- og RNA-sameindir út í blóðið á meðan. Til þess að þetta væri hægt, þarf meiri þekkingu á DNA- og RNA-sameindum í blóði og betur staðlaðar mæliaðferðir. Rannsóknarstofa ESD myndi vera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila m.a. lækna, grunnvísindamenn og faraldsfræðinga um rannsóknir og þróun á þessari tækni. Frekari upplýsingar um söfnunina er vefsíðunni krabbameinsleit.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Erfðasjúkdómar og erfðavandamál eru margvísleg og geta valdið alvarlegum sköpulagsgöllum, efnaskiptatruflunum og þroskahömlun. Talið er að um 5-8% allra einstaklinga fái sjaldgæfan sjúkdóm á ævinni og oftast er sá sjúkdómur með erfðaorsök. Erfða- og sameindalæknisfræðideild á Landspítala (ESD) er með sérhæfðar rannsóknarstofur og göngudeild í erfðaráðgjöf til að veita alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu fyrir allt Ísland. Ein algengasta ástæða þess að fólk leitar erfðaráðgjafar er mögulegt arfgengt krabbamein. Blái naglinn vinnur að forvörnum gegn krabbameini og styður með söfnunum rannsóknir, m.a. á blöðruháls- og ristilkrabbameini. ESD og Blái naglinn eru í samstarfi um uppbyggingu rannsóknaraðstöðu á ESD til að greina kjarnsýrur, bæði DNA og RNA, í líkamsvökvum. Markmið þeirrar samvinnu er að vera í fararbroddi í þróun þessara mælinga og innleiðingu þeirra í heilbrigðisþjónustu. Æxlisvísar eru efni sem losna úr æxlum út í blóð og aðra líkamsvökva. Mælingar á magni æxlisvísa er hægt að nota við greiningu og meðferð á krabbameinum. Æxlisvísar, sem nú eru notaðir, eru prótein sem mælast í lágum styrk í líkamsvökvum heilbrigðra en hækka í vissum krabbameinum. Magn þeirra í blóði er í samhengi við stærð æxlisins. Núverandi æxlisvísar hafa ýmsar takmarkanir og þeir koma mest að notum við að meta svörun við meðferð sumra krabbameina. Kjarnsýrurnar DNA og RNA eru upplýsingasameindir í frumum líkamans sem stjórna því hvernig mannslíkaminn er byggður og hvernig hann starfar. DNA- og RNA- sameindir losna út í líkamsvökva frá deyjandi frumum af ýmsum ástæðum, meðal annars við ýmsa sjúkdóma. Mikill áhugi er á því að nota mælingar á DNA- og RNA-sameindum í líkamsvökvum til að greina krabbamein. Það er hægt vegna þess að í æxlisfrumum eru áunnar breytingar í DNA-erfðaefninu, sem leiða til krabbameinsmyndunar eða eru afleiðing æxlisvaxtar. Breytingarnar geta verið sértækar fyrir ákveðin krabbamein eða flokk krabbameina. DNA-sameindir með slíkar sértækar breytingar losna út í líkamsvökva þar sem hægt er að greina þær.Spennandi notkunarsvið Mælingar með þessari tækni eru að koma í notkun en frekari rannsóknir og þróun eru nauðsynlegar. Tvö metnaðarfull notkunarsvið í framtíðinni eru sérstaklega spennandi. Annað er að áunnar stökkbreytingar geta verið mismunandi á mismunandi stöðum í æxlum og eins getur verið munur á upprunalegum æxlum og meinvörpum. Vonir standa til þess að einföld sýnataka með blóðprufu, í sumum tilvikum í stað vefjasýnis sem tekið væri með skurðaðgerð, gæti greint þessar stökkbreytingar og þannig hjálpað til við ákvörðun um meðferð. Hitt notkunarsviðið er skimun fyrir krabbameinum og möguleg greining þeirra á meðan æxli væru enn lítil og áður en einkenni kæmu fram eða breytingar myndu sjást með myndrannsóknum. Það myndi auka mjög möguleika á lækningu. Frumforsenda slíkrar skimunar er að æxli hafa verið að vaxa í mörg ár áður en þau greinast og hafa væntanlega gefið frá sér afbrigðilegar DNA- og RNA-sameindir út í blóðið á meðan. Til þess að þetta væri hægt, þarf meiri þekkingu á DNA- og RNA-sameindum í blóði og betur staðlaðar mæliaðferðir. Rannsóknarstofa ESD myndi vera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila m.a. lækna, grunnvísindamenn og faraldsfræðinga um rannsóknir og þróun á þessari tækni. Frekari upplýsingar um söfnunina er vefsíðunni krabbameinsleit.is.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun