Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 15:06 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Enn tíu mál til rannsóknar hjá sérstökumLárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og stefnt fjármunum Glitnis í hættu. Forstjórinn fyrrverandi neitar sök í málinu. Í ræðu sinni fór Lárus yfir það að þótt hann hafi aðeins verið forstjóri Glitnis í 17 mánuði en starfið hafi þó fylgt honum í átta ár vegna þeirra þriggja sakamála sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum. Einu máli er lokið, Vafningsmálinu svokallaða, þar sem Lárus var sýknaður af ákæru í Hæstarétti. Fram kom í máli Lárusar að enn séu tíu mál til rannsóknar hjá embættinu þar sem hann hefur stöðu sakbornings. „Það eru vissulega til verri hlutskipti í lífinu en að vera ranglega ákærður en því fylgir engu að síður mikið álag, bæði fyrir mig sem og fjölskyldu mína. Þá hefur verið nær ómögulegt fyrir mig að starfa á þeim vettvangi sem menntun mín og starfsreynsla nær til en endanleg úrlausn þessara mála næst varla innan áratugarins,“ sagði Lárus meðal annars. Sagði sérstakan saksóknara hafa notið stuðnings fjölmiðlaÞá gerði hann umfjöllun fjölmiðla um hrunmálin að umtalsefni sem og umræðuna í samfélaginu. „Allt frá hausti 2008 hefur umræðan í samfélaginu verið óvægin. [...] Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum. [...] Sérstakur saksóknari hefur hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Ég hef til dæmis tvisvar heyrt af ákæru á hendur mér fyrst í gegnum fjölmiðla,“ sagði Lárus. Hann beindi svo orðum sínum að dómnum: „Sjálfur hef ég kosið að ræða þessi mál aldrei við fjölmiðla því ég lít svo á að vettvangurinn sé hér. Hér á rétt á ykkar hlutlausu áheyrni. Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif. Ég treysti á hlutleysi dómsins við úrlausn þessa máls.“ Kvaðst aldrei hafa haft neinn persónulegan ávinningLárus sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að dómstóllinn gæfi sér að hann hefði haft rangan ásetning í störfum sínum fyrir Glitni en það væri fjarri sanni. „Allt sem ég gerði gerði ég í þágu bankans. Ég fór eftir ferlum bankans og lánareglum og gerði það sem best fyrir afkomu bankans. Ég hafði aldrei neinn persónulegan ávinning af neinni ákvörðun sem ég tók fyrir bankann og ég átti ekki hlutabréf í bankanum.“ Stím málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Enn tíu mál til rannsóknar hjá sérstökumLárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og stefnt fjármunum Glitnis í hættu. Forstjórinn fyrrverandi neitar sök í málinu. Í ræðu sinni fór Lárus yfir það að þótt hann hafi aðeins verið forstjóri Glitnis í 17 mánuði en starfið hafi þó fylgt honum í átta ár vegna þeirra þriggja sakamála sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum. Einu máli er lokið, Vafningsmálinu svokallaða, þar sem Lárus var sýknaður af ákæru í Hæstarétti. Fram kom í máli Lárusar að enn séu tíu mál til rannsóknar hjá embættinu þar sem hann hefur stöðu sakbornings. „Það eru vissulega til verri hlutskipti í lífinu en að vera ranglega ákærður en því fylgir engu að síður mikið álag, bæði fyrir mig sem og fjölskyldu mína. Þá hefur verið nær ómögulegt fyrir mig að starfa á þeim vettvangi sem menntun mín og starfsreynsla nær til en endanleg úrlausn þessara mála næst varla innan áratugarins,“ sagði Lárus meðal annars. Sagði sérstakan saksóknara hafa notið stuðnings fjölmiðlaÞá gerði hann umfjöllun fjölmiðla um hrunmálin að umtalsefni sem og umræðuna í samfélaginu. „Allt frá hausti 2008 hefur umræðan í samfélaginu verið óvægin. [...] Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum. [...] Sérstakur saksóknari hefur hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Ég hef til dæmis tvisvar heyrt af ákæru á hendur mér fyrst í gegnum fjölmiðla,“ sagði Lárus. Hann beindi svo orðum sínum að dómnum: „Sjálfur hef ég kosið að ræða þessi mál aldrei við fjölmiðla því ég lít svo á að vettvangurinn sé hér. Hér á rétt á ykkar hlutlausu áheyrni. Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif. Ég treysti á hlutleysi dómsins við úrlausn þessa máls.“ Kvaðst aldrei hafa haft neinn persónulegan ávinningLárus sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að dómstóllinn gæfi sér að hann hefði haft rangan ásetning í störfum sínum fyrir Glitni en það væri fjarri sanni. „Allt sem ég gerði gerði ég í þágu bankans. Ég fór eftir ferlum bankans og lánareglum og gerði það sem best fyrir afkomu bankans. Ég hafði aldrei neinn persónulegan ávinning af neinni ákvörðun sem ég tók fyrir bankann og ég átti ekki hlutabréf í bankanum.“
Stím málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25