Lífeyrissjóðirnir alltumlykjandi á markaðnum Ingvar Haraldsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Á myndinni má sjá í hvaða félögum í Kauphöll Íslands lífeyrissjóðirnir eiga. Myndin sýnir einnig hvað lífeyrissjóðir eiga beint stóran hlut samanlagt í hverju félagi í Kauphöllinni og Framtakssjóði Íslands. Brotalínur tákna eign sem nemur minna en þremur prósentum af innlendu hlutabréfasafni lífeyrissjóðs. fréttablaðið/talnakönnun Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent