Lífeyrissjóðirnir alltumlykjandi á markaðnum Ingvar Haraldsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Á myndinni má sjá í hvaða félögum í Kauphöll Íslands lífeyrissjóðirnir eiga. Myndin sýnir einnig hvað lífeyrissjóðir eiga beint stóran hlut samanlagt í hverju félagi í Kauphöllinni og Framtakssjóði Íslands. Brotalínur tákna eign sem nemur minna en þremur prósentum af innlendu hlutabréfasafni lífeyrissjóðs. fréttablaðið/talnakönnun Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann. Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eiga sjálfir að minnsta kosti 38 prósent af heildarvirði félaganna í Kauphöll Íslands. Þeir eiga með beinum hætti meirihluta í að minnsta kosti þremur félögum í Kauphöllinni og minnst eiga þeir 22,7 prósent í einu félagi. Lífeyrissjóðir eiga einnig talsverðan hlut í félögunum með óbeinum hætti gegnum verðbréfasjóði og önnur félög. Óbeinn eignarhlutur lífeyrissjóða í félögum hefur numið allt að 15 prósentum miðað við það sem kom fram í skýrslunni Áhættudreifing eða einangrun eftir Ásgeir Jónsson og Hersi Sigurgeirsson. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar og formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stöðuna lýsa skorti á fjárfestingartækifærum fyrir lífeyrissjóðina. „Það er bara þannig að lífeyrissjóðir hafa ekki fengið að fjárfesta erlendis frá 2008 og það segir sig auðvitað sjálft að það leiðir til þess að þeir verða mjög fyrirferðarmiklir á íslenska markaðnum,“ segir Þorbjörn. Lífeyrissjóðir hafa þó fengið heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða erlendis á þessu ári en sú upphæð gæti hækkað á því næsta. Þá hafa stjórnvöld gefið út að sú upphæð gæti hækkað á næsta ári. Þorbjörn telur það ekki þurfa að vera áhyggjuefni að lífeyrissjóðir eigi meirihluta í einstökum félögum í Kauphöllinni. Þeir séu ekki óvirkir eigendur líkt og tíðkaðist fyrir bankahrunið 2008. „Þetta hefur breyst eftir hrun. Menn hafa verið að að beita sér meira varðandi stjórnarkjör,“ segir hann. „Það er áherslubreyting sem felst í því að menn finna einhverja utanaðkomandi til að fara í stjórnina.“ Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur telur það bæði heppilegt og óheppilegt hve stórtækir lífeyrissjóðirnir séu. Benedikt vann skýrsluna Lífeyrissjóðir og hlutafélög fyrir Samtök sparifjáreigenda, en myndin hér að ofan er fengin úr skýrslunni. „Það er heppilegt að einhverjir geti fjárfest í íslenskum fyrirtækjum. Erlendir fjárfestar hafa ekki streymt hingað og ekki einu sinni fyrir hrun. Það væri nú æskilegt ef það væru fleiri útlendingar sem hefðu trú á atvinnulífinu og gætu hugsað sér að eiga eitthvað í fyrirtækjum,“ segir Benedikt. Þá séu lífeyrissjóðir að dreifa hlutabréfaeign sinni meira en áður, því flestir lífeyrissjóðir eigi í nær öllum félögum í Kauphöllinni. „Miðað við það sem stóð í rannsóknarskýrslunni voru lífeyrissjóðirnir gagnrýndir fyrir að hafa hallað sér of mikið að ákveðnum blokkum sem mér sýnist þá að menn séu ekki að gera núna. Mér sýnist þeir vera að dreifa áhættunni meira, sem er jákvætt,“ segir hann.
Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira