Stjórnarformaður Stím sinnti skyldum sínum „örugglega ekki vel“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 15:39 Jakob Valgeir Flosason var hluthafi í Stím en Glitnir fór með stærstan eignarhlut í félaginu. vísir Jakob Valgeir Flosason, sem var stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stím, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í sakamáli sem kennt er við félagið. Hann var einn af hluthöfum félagsins og kvaðst fyrir dómi í dag hafa lagt 150 milljónir króna í Stím sem hann tapaði öllum. Í málinu er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitingarinnar til Stím en peningarnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Þá eru einnig ákærðir þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, vegna kaupa eins fagfjárfestasjóðs Glitnis á skuldabréfi sem útgefið var af Stím og var í eigu Sögu.Magnús Pálmi hringdi í Jakob út af StímHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari, spurði Jakob Valgeir hver hefði kynnt Stím-viðskiptin fyrir honum. Svaraði hann því til að Magnús Pálmi Örnólfsson, æskuvinur hans sem var yfirmaður eigin viðskipta Glitnis og er lykilvitni í málinu, hefði hringt í hann árið 2007 og sagt honum frá viðskiptunum. Stærsti eigandi Stím var Glitnir með 32,5 prósent eignarhlut en sjálfur átti Jakob Valgeir 2,5 prósent hlut. Þá átti eignarhaldsfélagið Ofjarl, sem var í eigu hans og Ástmars Ingvarssonar 10 prósent í Stím. Eins og áður segir var Jakob stjórnarformaður félagsins. Saksóknari spurði hann hvernig hann hefði sinnt skyldum sínum sem slíkur.„Ég sinnti þeim örugglega ekki vel,“ svaraði Jakob. Hann var þá spurður hver hefði tekið ákvarðanir varðandi Stím en kvaðst eiginlega ekki vita það. Þá sagðist hann ekki vita hver hafi stjórnað félaginu í raun og veru. Eina ákvörðunin vegna hlutafjárútboðs FLAðspurður hvort að eina ákvörðunin sem hann sjálfur hefði tekið varðandi Stím var þátttaka félagsins í hlutafjárútboði FL Group í desember 2007. Í janúar 2008 lánaði Glitnir félaginu rúmlega 700 milljónir króna svo hægt yrði að borga fyrir hlutabréfin sem Stím hafði skuldbundið sig til að kaupa. Jakob sagðist örugglega hafa rætt þátttökuna í hlutafjárútboðinu við einhvern hjá Glitni en mundi ekki hvern. Þá mundi hann heldur ekki hvort að vilyrði frá Glitni um fjármögnun fyrir hlutabréfunum hefði legið fyrir. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, spurði Jakob nánar út í tengsl hans við Magnús Pálma og kom þá fram að þeir hafi alist upp saman í Bolungarvík. Þá kvaðst Jakob hafa byrjaði í gjaldeyrisviðskiptum við Magnús Pálma í kringum 2000. Reimar spurði hann þá hvort eitthvað hafi verið óeðlilegt í þeim samskiptum. Svaraði Jakob því neitandi en verjandinn gekk þá á hann og spurði hvort það væri ekkert sem hann myndi vilja greina dóminum frá. Aftur svaraði Jakob neitandi og kannaðist heldur ekki við að hafa átt í viðskiptum við Magnús Pálma eftir að hann hætti störfum hjá Glitni. Stím málið Tengdar fréttir Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Jakob Valgeir Flosason, sem var stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stím, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í sakamáli sem kennt er við félagið. Hann var einn af hluthöfum félagsins og kvaðst fyrir dómi í dag hafa lagt 150 milljónir króna í Stím sem hann tapaði öllum. Í málinu er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis ákærður fyrir umboðssvik vegna 20 milljarða króna lánveitingarinnar til Stím en peningarnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Þá eru einnig ákærðir þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, vegna kaupa eins fagfjárfestasjóðs Glitnis á skuldabréfi sem útgefið var af Stím og var í eigu Sögu.Magnús Pálmi hringdi í Jakob út af StímHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari, spurði Jakob Valgeir hver hefði kynnt Stím-viðskiptin fyrir honum. Svaraði hann því til að Magnús Pálmi Örnólfsson, æskuvinur hans sem var yfirmaður eigin viðskipta Glitnis og er lykilvitni í málinu, hefði hringt í hann árið 2007 og sagt honum frá viðskiptunum. Stærsti eigandi Stím var Glitnir með 32,5 prósent eignarhlut en sjálfur átti Jakob Valgeir 2,5 prósent hlut. Þá átti eignarhaldsfélagið Ofjarl, sem var í eigu hans og Ástmars Ingvarssonar 10 prósent í Stím. Eins og áður segir var Jakob stjórnarformaður félagsins. Saksóknari spurði hann hvernig hann hefði sinnt skyldum sínum sem slíkur.„Ég sinnti þeim örugglega ekki vel,“ svaraði Jakob. Hann var þá spurður hver hefði tekið ákvarðanir varðandi Stím en kvaðst eiginlega ekki vita það. Þá sagðist hann ekki vita hver hafi stjórnað félaginu í raun og veru. Eina ákvörðunin vegna hlutafjárútboðs FLAðspurður hvort að eina ákvörðunin sem hann sjálfur hefði tekið varðandi Stím var þátttaka félagsins í hlutafjárútboði FL Group í desember 2007. Í janúar 2008 lánaði Glitnir félaginu rúmlega 700 milljónir króna svo hægt yrði að borga fyrir hlutabréfin sem Stím hafði skuldbundið sig til að kaupa. Jakob sagðist örugglega hafa rætt þátttökuna í hlutafjárútboðinu við einhvern hjá Glitni en mundi ekki hvern. Þá mundi hann heldur ekki hvort að vilyrði frá Glitni um fjármögnun fyrir hlutabréfunum hefði legið fyrir. Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, spurði Jakob nánar út í tengsl hans við Magnús Pálma og kom þá fram að þeir hafi alist upp saman í Bolungarvík. Þá kvaðst Jakob hafa byrjaði í gjaldeyrisviðskiptum við Magnús Pálma í kringum 2000. Reimar spurði hann þá hvort eitthvað hafi verið óeðlilegt í þeim samskiptum. Svaraði Jakob því neitandi en verjandinn gekk þá á hann og spurði hvort það væri ekkert sem hann myndi vilja greina dóminum frá. Aftur svaraði Jakob neitandi og kannaðist heldur ekki við að hafa átt í viðskiptum við Magnús Pálma eftir að hann hætti störfum hjá Glitni.
Stím málið Tengdar fréttir Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34
Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16