Einkavæðing bankanna taka tvö Helgi Hjörvar skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Það er mikilvægt að læra af dýrkeyptri reynslu sem við höfum glímt við frá einkavinavæðingu bankanna fyrir rúmum áratug. Spillingin og skammsýnin sem hana einkenndi kostaði m.a. tæknilegt gjaldþrot helmings fyrirtækja landsins, skuldir tugþúsunda heimila stökkbreyttust og landið átti ekki gjaldeyri til að standa í skilum. Upphaf ógæfunnar má ekki síst rekja til hinnar gamalkunnu aðferðar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að skipta bönkunum á milli sín. Þessvegna er skynsamlegt að hafa áhyggjur þegar þessir sömu flokkar eru nú aftur uppteknir af bankasölu. Hvað hefur breyst?Um leið er sanngjarnt að spyrja hvort eitthvað hafi breyst og hvort við höfum ástæðu til að treysta þessum flokkum betur nú en þá. Óskandi að svo væri en því miður bendir margt til annars. Þrennt skal hér nefnt af mörgum slæmum fyrirboðum. Í fyrsta lagi samþykkti Alþingi á síðasta kjörtímabili rannsókn á einkavæðingu bankanna. Núverandi stjórnarflokkar hafa neitað að framkvæma hana. Í öðru lagi hefur fjármálaráðherra reynt að leggja niður Bankasýsluna og flytja umsjón með eignarhaldi inn í ráðuneyti til sín. Og í þriðja lagi höfum við horft upp á sölu eignarhluta eins og í Borgun og Símanum sem skapa ekki vonir um jafnræði, gagnsæi og fagmennsku við einkavæðingu. Áhyggjurnar minnka ekki við það þegar lögð er ofuráhersla á að semja við erlenda kröfuhafa um að fá bankahlutbréf frekar en að taka við greiðslu í peningum með stöðugleikaskatti. Óbreytt bankakerfiUndraveröld íslensku krónunnar er þannig að eignarhald viðskiptabanka er ávísun á fákeppnisaðstöðu með mikilli gróðavon. Við höfum enn sömu myntina og þar með sama fákeppnismarkaðinn, saman eru enn fjárfestingar og viðskiptabankar og ekkert tryggir dreift eignarhald eða kemur í veg fyrir að ráðandi eigendur misnoti banka sem fyrr. Við þurfum þessvegna róttækar breytingar á bankakerfinu og tryggja að ekki sé unnt að einkavinavæða þá áður en hreyft er við eignarhaldi ef við eigum ekki að gera sömu mistökin aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að læra af dýrkeyptri reynslu sem við höfum glímt við frá einkavinavæðingu bankanna fyrir rúmum áratug. Spillingin og skammsýnin sem hana einkenndi kostaði m.a. tæknilegt gjaldþrot helmings fyrirtækja landsins, skuldir tugþúsunda heimila stökkbreyttust og landið átti ekki gjaldeyri til að standa í skilum. Upphaf ógæfunnar má ekki síst rekja til hinnar gamalkunnu aðferðar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að skipta bönkunum á milli sín. Þessvegna er skynsamlegt að hafa áhyggjur þegar þessir sömu flokkar eru nú aftur uppteknir af bankasölu. Hvað hefur breyst?Um leið er sanngjarnt að spyrja hvort eitthvað hafi breyst og hvort við höfum ástæðu til að treysta þessum flokkum betur nú en þá. Óskandi að svo væri en því miður bendir margt til annars. Þrennt skal hér nefnt af mörgum slæmum fyrirboðum. Í fyrsta lagi samþykkti Alþingi á síðasta kjörtímabili rannsókn á einkavæðingu bankanna. Núverandi stjórnarflokkar hafa neitað að framkvæma hana. Í öðru lagi hefur fjármálaráðherra reynt að leggja niður Bankasýsluna og flytja umsjón með eignarhaldi inn í ráðuneyti til sín. Og í þriðja lagi höfum við horft upp á sölu eignarhluta eins og í Borgun og Símanum sem skapa ekki vonir um jafnræði, gagnsæi og fagmennsku við einkavæðingu. Áhyggjurnar minnka ekki við það þegar lögð er ofuráhersla á að semja við erlenda kröfuhafa um að fá bankahlutbréf frekar en að taka við greiðslu í peningum með stöðugleikaskatti. Óbreytt bankakerfiUndraveröld íslensku krónunnar er þannig að eignarhald viðskiptabanka er ávísun á fákeppnisaðstöðu með mikilli gróðavon. Við höfum enn sömu myntina og þar með sama fákeppnismarkaðinn, saman eru enn fjárfestingar og viðskiptabankar og ekkert tryggir dreift eignarhald eða kemur í veg fyrir að ráðandi eigendur misnoti banka sem fyrr. Við þurfum þessvegna róttækar breytingar á bankakerfinu og tryggja að ekki sé unnt að einkavinavæða þá áður en hreyft er við eignarhaldi ef við eigum ekki að gera sömu mistökin aftur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun