Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. nóvember 2015 23:23 Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést. Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frá því í upphafi ársins hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um tæplega helming. Þrátt fyrir það gætir áhrifa þess ekki á götum Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, þrátt fyrir að vörur tengdar olíuiðnaðinum séu um níutíu prósent þeirra vara sem landið flytur út.Það er engin tilviljun en Al Saud fjölskyldan, sem fer með völdin í landinu, hefur gripið til þess ráðs að deila fé úr olíusjóðum landsins með almenningi til að halda hjólum hagkerfisins á fullu stími. Í nágrannalöndum landsins hafa íbúar látið óánægju sína með stjórnvöld í ljós og hefur það birst í Arabíska vorinu svokallaða. Mótmæli tengd þeim hafa átt sér stað í Sádi-Arabíu en þau hafa verið fátíð. Bylgjan olli því til að mynda að í Túnis, Jemen og Egyptalandi þurftu stjórnvöld að víkja og í Sýrlandi og Líbýu fóru af stað borgarastyrjaldir. Hagfræðingar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa reiknað út að haldi eyðsla Sáda áfram á þessum hraða muni varasjóðir landsins tæmast á fimm árum. Í síðustu viku lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s ríkið niður í A+ flokk, þann fimmta hæsta, í kjölfar stöðunnar sem upp er komin. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að greiða öllum ríkisstarfsmönnum bónus sem nemur um tvöföldum mánaðarlaunum. Verslun í landinu er um tíu prósentum meiri á árinu samanborið við sama tíma í fyrra en aðgerðirnar hafa kostað um 30 milljarða bandaríkjadollara eða sem nemur rúmum 3.844 milljörðum íslenskra króna. Til að setja þá tölu í samhengi þá er það um 48 leiðréttingar. Al Saud fjölskyldan hefur ráðið ríkjum í Sádi-Arabíu nær samfleitt frá 1744. Núverandi konungur, Salman Bin Abdulaziz, tók við í upphafi þessa árs í kjölfar þess hálfbróðir hans, Abdullah, lést.
Tengdar fréttir Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30 Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58 Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Aukin spenna yfir Sýrlandi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir rof Rússa á lofthelgi Tyrklandi, ekki hafa verið slys. 6. október 2015 10:30
Sýrlenski herinn beitir nýjum vopnum frá Rússum Stjórnvöld Sýrlands segjast tilbúin til að biðja Rússa um að berjast þar í landi. 17. september 2015 23:58