Sala á jólabjór jókst um 150 prósent á tíu árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að þegar árstíðabundinn bjór komi á markað sé minna selt af hefðbundnum bjór. vísir/gva Vínbúðirnar munu selja 34 tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29 árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna verði varir við nokkra eftirvæntingu. „Við finnum fyrir því að það er spurt þegar nær dregur,“ segir hún. Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum bjór hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og nú er boðið upp á jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumarbjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu 1989. Þetta verður því 27. árið sem hann er í boði. „En hann er svona að taka kipp núna síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Það er aukning um 150 prósent á tíu árum. Sigrún Ósk segir að þótt sala á jólabjórnum aukist þýði það samsvarandi aukningu í neyslu á bjór. „Það færist úr öðrum tegundum á meðan. Það er alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein viðbót við söluna.“ Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól. Sigrún segist ekki vera komin með tölur yfir framleitt magn og getur því ekki svarað því hvort hægt verði að fá vinsælustu tegundirnar síðla í desember.Sveinn Waage til hægri„En sumir hafa mjög takmarkað framboð og það er bara þeirra stefna. Og ef þær tegundir verða vinsælar þá verða þær væntanlega ekki til.“ Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, segir að áhugi á jólabjór aukist á milli ára. „Þetta er orðin allt önnur stemning og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn. Þarna séu tveir þættir sem skipti máli. Annars vegar hafi innlendum framleiðendum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því að allar árstíðabundnar bjórtegundir séu teknar í sölu. „Þannig að það sem mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði hætt. Sveinn segist vera búinn að smakka nokkrar tegundir af jólabjór sem komi í ár og þær lofi mjög góðu. „Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir Sveinn. Þar á hann við innlendu framleiðsluna. Hann hefur ekki smakkað erlenda framleiðslu. Jólafréttir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Vínbúðirnar munu selja 34 tegundir af jólabjór í ár, en þær voru 29 árið áður. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst föstudaginn 13. nóvember. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að starfsmenn Vínbúðanna verði varir við nokkra eftirvæntingu. „Við finnum fyrir því að það er spurt þegar nær dregur,“ segir hún. Kúltúrinn fyrir árstíðabundnum bjór hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og nú er boðið upp á jólabjór, páskabjór, þorrabjór, sumarbjór og októberbjór. Vínbúðirnar hafa boðið upp á jólabjórinn allt frá árinu 1989. Þetta verður því 27. árið sem hann er í boði. „En hann er svona að taka kipp núna síðustu árin. Árið 2005 voru seldir 268 þúsund lítrar en í fyrra voru seldir rétt tæpir 670 þúsund lítrar,“ segir Sigrún Ósk. Það er aukning um 150 prósent á tíu árum. Sigrún Ósk segir að þótt sala á jólabjórnum aukist þýði það samsvarandi aukningu í neyslu á bjór. „Það færist úr öðrum tegundum á meðan. Það er alveg greinilegt. Þetta er ekki hrein viðbót við söluna.“ Undanfarin ár hafa margar jólabjórstegundir selst upp löngu fyrir jól. Sigrún segist ekki vera komin með tölur yfir framleitt magn og getur því ekki svarað því hvort hægt verði að fá vinsælustu tegundirnar síðla í desember.Sveinn Waage til hægri„En sumir hafa mjög takmarkað framboð og það er bara þeirra stefna. Og ef þær tegundir verða vinsælar þá verða þær væntanlega ekki til.“ Sveinn Waage, kennari í Bjórskólanum, segir að áhugi á jólabjór aukist á milli ára. „Þetta er orðin allt önnur stemning og fer stigvaxandi,“ segir Sveinn. Þarna séu tveir þættir sem skipti máli. Annars vegar hafi innlendum framleiðendum á bjór fjölgað gríðarlega. Hins vegar geri reglur ÁTVR ráð fyrir því að allar árstíðabundnar bjórtegundir séu teknar í sölu. „Þannig að það sem mætir okkur er svo mikið úrval,“ segir Sveinn, sem óttast jafnframt að þetta myndi breytast ef starfsemi ÁTVR yrði hætt. Sveinn segist vera búinn að smakka nokkrar tegundir af jólabjór sem komi í ár og þær lofi mjög góðu. „Þetta er alveg geggjað,“ fullyrðir Sveinn. Þar á hann við innlendu framleiðsluna. Hann hefur ekki smakkað erlenda framleiðslu.
Jólafréttir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira