Myndlist er þjóðarspegill Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 31. október 2015 07:00 Allt frá tímum hellamálverka hefur saga mannkyns verið skráð í myndlist. Stundum er það saga pólitískra átaka, landflutninga, trúarbragða eða hamfara, en einnig og ekki síst saga einstaklingsins, hversdagslífsins og tilfinninganna. Það sem við vitum fyrir tilstilli myndlistar er þess eðlis að engin önnur leið hefði getað miðlað þeirri þekkingu. Það er af þessum sökum sem myndlistararfur árþúsundanna er orðinn að einum helsta fjársjóði heimsbyggðarinnar, bæði í menningarlegum og efnahagslegum skilningi. Myndlist samtímans er samskonar afl og myndlist fortíðar og gildir þá einu hvort hún er forsmáð eða upphafin af þeim sem lifa samtíða henni. Myndlistin lifir sínu eigin lífi sem rannsakandi afl, sem þjóðarspegill, sem áhrifavaldur og gagnrýnisrödd. Hún er í eðli sínu óbugandi, ódrepandi en um leið uppbyggjandi fyrir anda og eðli þeirra sem eru móttækilegir og – eins undarlega og það kann að hljóma – einnig þeirra sem ekki vilja taka þátt í henni. Myndlistin, líkt og aðrar listir, mótar umhverfi okkar allra burt séð frá því hvort við horfum, hlustum eða neytum lista. Michelangelo hefur um árhundruð haft áhrif á líf milljóna manna um heim allan, Frida Kahlo breytti sjálfsmynd Mexíkó varanlega, Louise Bourgeoise mótaði hugmyndir samtímans um hlutverk og vitund kvenna, ekki bara í listum heldur heiminum yfirleitt. Hér á landi á myndlist í hefðbundnum skilningi ekki langa hefð að baki. En þótt arfur okkar sé rýr miðað við marga, værum við enn fátækari ef ekki nyti þeirra sem mótuðu þjóðarvitund 20. aldar í gegnum myndlist, svo sem Nínu Tryggvadóttur, Þorvaldar Skúlasonar, Hildar Hákonardóttur og Hreins Friðfinnssonar. Íslensk myndlist 21. aldar er á fleygiferð í hringiðu samtímalista heimsins sem knýjandi afl ef horft er til Katrínar Sigurðardóttur, Ólafs Elíassonar og Ragnars Kjartanssonar – svo ekki séu taldir allir þeir íslensku myndlistarmenn sem enn eru undir 35 ára aldri en hafa þegar lyft grettistaki í hörðum heimi myndlistar á alþjóðavísu.Nýtur ekki sannmælis Í samhengi þjóðararfleifðar skulum við þó ekki gleyma að myndlist spyr ekki um þjóðerni. Hún spyr ekki um aldur eða kyn, kynhneigð, trúarbrögð eða pólitík, þótt hún fjalli vissulega um þessi mál þar sem ekkert er henni óviðkomandi. Myndlist þverar mæri tungumála, menningarheima og jafnvel ólíkra tíma. Í þeirri víðu skírskotun, í þessum umburðarlynda, upplýsandi og oft á tíðum krefjandi miðli, er svigrúm fyrir allar þær hugmyndafræðilegu vangaveltur sem ögra viðteknum gildum í fagurfræði, vísindum, félagslegum þáttum og sjálfsmynd samfélagsins. Í því felst gildi hennar fyrir okkur öll og okkar sameiginlegu arfleifð, ekki bara sem þjóðar heldur sem þátttakenda í stærra samhengi. Þótt íslensk myndlist standi styrkum stoðum í hugmyndafræðilegum skilningi nýtur hún ekki sannmælis hér á landi sem það hreyfiafl sem hún sannarlega er. Myndlistarsöfn og sýningarstaðir búa við fjársvelti, myndlistarmenn fá ekki laun fyrir vinnu sína á opinberum söfnum, en búa árvisst við það ámæli sem fylgir neikvæðri umræðu um listamannalaun. Við þurfum að minna okkur á að myndlistarmenn eru hámenntaðir sérfræðingar sem renna styrkum stoðum undir sameiginleg auðæfi okkar allra með rannsóknum sínum og listsköpun. Hugsum til þeirra á degi myndlistar, njótum verka þeirra og sýnum samstöðu um framtíðaruppbyggingu á þessu merkilega fræðasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Allt frá tímum hellamálverka hefur saga mannkyns verið skráð í myndlist. Stundum er það saga pólitískra átaka, landflutninga, trúarbragða eða hamfara, en einnig og ekki síst saga einstaklingsins, hversdagslífsins og tilfinninganna. Það sem við vitum fyrir tilstilli myndlistar er þess eðlis að engin önnur leið hefði getað miðlað þeirri þekkingu. Það er af þessum sökum sem myndlistararfur árþúsundanna er orðinn að einum helsta fjársjóði heimsbyggðarinnar, bæði í menningarlegum og efnahagslegum skilningi. Myndlist samtímans er samskonar afl og myndlist fortíðar og gildir þá einu hvort hún er forsmáð eða upphafin af þeim sem lifa samtíða henni. Myndlistin lifir sínu eigin lífi sem rannsakandi afl, sem þjóðarspegill, sem áhrifavaldur og gagnrýnisrödd. Hún er í eðli sínu óbugandi, ódrepandi en um leið uppbyggjandi fyrir anda og eðli þeirra sem eru móttækilegir og – eins undarlega og það kann að hljóma – einnig þeirra sem ekki vilja taka þátt í henni. Myndlistin, líkt og aðrar listir, mótar umhverfi okkar allra burt séð frá því hvort við horfum, hlustum eða neytum lista. Michelangelo hefur um árhundruð haft áhrif á líf milljóna manna um heim allan, Frida Kahlo breytti sjálfsmynd Mexíkó varanlega, Louise Bourgeoise mótaði hugmyndir samtímans um hlutverk og vitund kvenna, ekki bara í listum heldur heiminum yfirleitt. Hér á landi á myndlist í hefðbundnum skilningi ekki langa hefð að baki. En þótt arfur okkar sé rýr miðað við marga, værum við enn fátækari ef ekki nyti þeirra sem mótuðu þjóðarvitund 20. aldar í gegnum myndlist, svo sem Nínu Tryggvadóttur, Þorvaldar Skúlasonar, Hildar Hákonardóttur og Hreins Friðfinnssonar. Íslensk myndlist 21. aldar er á fleygiferð í hringiðu samtímalista heimsins sem knýjandi afl ef horft er til Katrínar Sigurðardóttur, Ólafs Elíassonar og Ragnars Kjartanssonar – svo ekki séu taldir allir þeir íslensku myndlistarmenn sem enn eru undir 35 ára aldri en hafa þegar lyft grettistaki í hörðum heimi myndlistar á alþjóðavísu.Nýtur ekki sannmælis Í samhengi þjóðararfleifðar skulum við þó ekki gleyma að myndlist spyr ekki um þjóðerni. Hún spyr ekki um aldur eða kyn, kynhneigð, trúarbrögð eða pólitík, þótt hún fjalli vissulega um þessi mál þar sem ekkert er henni óviðkomandi. Myndlist þverar mæri tungumála, menningarheima og jafnvel ólíkra tíma. Í þeirri víðu skírskotun, í þessum umburðarlynda, upplýsandi og oft á tíðum krefjandi miðli, er svigrúm fyrir allar þær hugmyndafræðilegu vangaveltur sem ögra viðteknum gildum í fagurfræði, vísindum, félagslegum þáttum og sjálfsmynd samfélagsins. Í því felst gildi hennar fyrir okkur öll og okkar sameiginlegu arfleifð, ekki bara sem þjóðar heldur sem þátttakenda í stærra samhengi. Þótt íslensk myndlist standi styrkum stoðum í hugmyndafræðilegum skilningi nýtur hún ekki sannmælis hér á landi sem það hreyfiafl sem hún sannarlega er. Myndlistarsöfn og sýningarstaðir búa við fjársvelti, myndlistarmenn fá ekki laun fyrir vinnu sína á opinberum söfnum, en búa árvisst við það ámæli sem fylgir neikvæðri umræðu um listamannalaun. Við þurfum að minna okkur á að myndlistarmenn eru hámenntaðir sérfræðingar sem renna styrkum stoðum undir sameiginleg auðæfi okkar allra með rannsóknum sínum og listsköpun. Hugsum til þeirra á degi myndlistar, njótum verka þeirra og sýnum samstöðu um framtíðaruppbyggingu á þessu merkilega fræðasviði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun