Viðskipti erlent

Snapchat vistar allar myndir og notar þær að vild

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag.
Snapchat er eitt vinsælasta smáforrit í heiminum í dag. Vísir/Snapchat

Smáforritið Snapchat mun nú koma til með að eiga allar þær myndir sem notendur taka með forritinu og áskilur sér rétt til að nota þær eins og það vill.

Þetta kemur fram í nýjum notendaskilmálum forritsins sem fylgdu nýjustu uppfærslu þess. Snapchat hefur löngum þótt aðlaðandi vegna þess hve fljótt myndirnar eyðast sem fangaðar eru með því. Þá eru myndirnar sem sendar eru með forritinu töluvert minni í sniðum en þær myndir sem teknar eru með hefðbundnari leiðum og því auðveldara að deila þeim með vinum og vandamönnum.

Til þessa hafa þær einungis endst í nokkrar sekúndur, ef frá eru talin þau skipti sem viðtakandinn tekur af þeim skjáskot. Í þeim tilfellum hefur sendandinn þó fengið meldingu um slíkt.

Það virðist þó vera úr sögunni ef marka má nýju skilmálana. Samþykki notandinn þá gefur hann forritinu og aðstandendum þess ekki einungis leyfi til að eiga myndirnar sem hann kann að taka heldur einnig að þessar myndir megi nota í hverskyns auglýsingaefni fyrir Snapchat. Þennan rétt áskilur fyrirtækið sér til allrar framtíðar.

The Telegraph sagði frá þessum nýju skilmálum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem varpað er ljósi á „skuggahliðar“ smáforritsins.

Talsmaður Snapchat steig til að mynda fram í fyrra og greindi frá því að myndir sem teknar eru með forritinu „eyðist aldrei fullkomlega“ heldur sé mögulegT að ná þeim úr símum fólks löngu eftir að notendur telja að þær séu horfnar.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.