Aftur fagnar nýliði sigri á PGA-mótaröðinni eftir ótrúlegan lokahring 26. október 2015 07:30 Smylie hafði ríka ástæðu til þess að brosa í gær. Getty. Nýliðarnir eru að koma sterkir inn á PGA-mótaröðina í byrjun tímabils en Bandaríkjamaðurinn Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu sem kláraðist í gær á ótrúlegan hátt. Kaufman sem var aðeins að leika í sínu fjórða móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni lék lokahringinn á TPC Summerlin vellinum á 61 höggi eða tíu höggum undir pari. Hann fór upp um 27 sæti og beint upp í það fyrsta en samtals lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari. Enginn annar náði að toppa það þrátt fyrir að sex kylfingar hafi endað á 15 höggum undir pari, og fetar því Kaufman í spor nýliðans Emiliano Grillo sem sigraði í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Kaufman vann upp níu högga forskot á lokahringnum sem verður að teljast ótrúlegt afrek en fyrir það fær hann rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé og tveggja ára þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í næstu viku en þar eru margir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Nýliðarnir eru að koma sterkir inn á PGA-mótaröðina í byrjun tímabils en Bandaríkjamaðurinn Smylie Kaufman sigraði á Shriners mótinu sem kláraðist í gær á ótrúlegan hátt. Kaufman sem var aðeins að leika í sínu fjórða móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni lék lokahringinn á TPC Summerlin vellinum á 61 höggi eða tíu höggum undir pari. Hann fór upp um 27 sæti og beint upp í það fyrsta en samtals lék hann hringina fjóra á 16 höggum undir pari. Enginn annar náði að toppa það þrátt fyrir að sex kylfingar hafi endað á 15 höggum undir pari, og fetar því Kaufman í spor nýliðans Emiliano Grillo sem sigraði í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni um síðustu helgi. Kaufman vann upp níu högga forskot á lokahringnum sem verður að teljast ótrúlegt afrek en fyrir það fær hann rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé og tveggja ára þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er CIMB Classic sem fram fer í Kuala Lumpur í næstu viku en þar eru margir af bestu kylfingum heims skráðir til leiks.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira