Er Ísland stjórnlaust samfélag? Guðbjörn Jónsson skrifar 26. október 2015 11:56 Ég er búinn að velta ofangreindri spurningu fyrir mér lengi og ár eftir ár er ályktunin sú sama. Að stjórnmálamenn þori ekki að veita það stjórnunarlega aðhald sem sjálfstætt samfélag krefst. Afraksturinn er því sú hringavitleysa sem með engu móti getur viðhaldið sjálfstæði þjóðarinnar til frambúðar. En nú er ekki nóg að kveða upp þunga dóma, þeim verða að fylgja einhver rök og jafnvel ábendingar um hvernig væri hægt að gera betur. BANKAKERFIÐ er því miður ein stærsta meinsemd eðlilegs efnahagslífs hjá okkur. Því miður virðast stjórnendur bankanna ekki hafa hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi í starfsemi sinni. Undanfarna áratugi hafa þjóðfélagslegir hagsmunir ekki verið sýnilegir í markmiðasetningu bankanna. Vil ég þar nefna einföld en skýr dæmi. Mikilvægt er að stjórnendur stærstu banka þjóðarinnar skapi sér þá meginreglu að útlánastarfsemi þeirra leggi grunn að jöfnum hægfara vexti atvinnufyrirtækja. Í útlánarammanum verði skipting á milli þjónustufyrirtækja og framleiðslufyrirtækja í sem réttustu hutfalli við fjölda og umfang fyrirtækja í hvorum flokki fyrir sig. Þannig geti þjónustufyrirtækjum einungis fjölgað að áður hafi fjölgað fyrirtækjum í framleiðslugreinum, til að framleiða þau verðmæti sem þjónustufyrirtækin þurfa að velta. Þessa jafnvægis hefur ekki verið gætt í útlánastarfsemi undanfarinna áratuga og súpum við seyðið af því í dag þar sem framleiðslufyrirtækjum fjölgar mjög lítið en þjónustufyrirtækin þenjast út, nánast stjórnlaust. Það felast t. d. ekki miklir þjóðfélagslegir hagsmunir í því að taka mikið af erlendum skammtímalánum til að steypa þau föst í húsnæði, sem óvíst er um sölu á. Endurgreiðsla fjárfestingarinnar sem bundin er í húsnæði spannar 3 – 4 áratugi. Lánsfé skammtímalána þarf hins vegar að endurgreiða eftir 3 – 5 ár. Það er óhjákvæmilegt að taka strax á þessum málum, þar sem svo virðist sem stjórnendur bankanna séu komnir í hættulegt sjálfsgróðakapphlaup. Þeir taka inn til sín í hagnað meiri fjármuni en nemur nettó framlegð framleiðslufyrirtækjanna. Það gerir að verkum að ENGIN raunframlegð er eftir fyrir öll þjónustufyrirtækin sem og opinberan rekstur til eðlilegrar starfsemi. Og svo er að heyra sem stjórnendum bankanna finnist að þeir fái ekki nóg í sína sjóði, því stöðugt virðast þeir leita leiða til að skapa sér nýjar tekjulindir frá fólkinu og fyrirtækjunum sem þeir virðast arðræna dags daglega. Stjórnun okkar á peningamálum, frá lýðveldisstofnun, má segja að sé ein samfelld hörmungarsaga. Ekki verður betur séð en að á Alþingi hafi rekstrarhagsmunir samfélagsins aldrei verið í öndvegi, heldur hafi efnahags- og peningastjórnun lotið öðrum hagsmunum, þar sem pólitík, flokks- og ættarhagsmunir hafi verið látnir hafa forgang umfram hagsmuni samfélagsins. Þekkingarleysi á efnahagsstjórnun samfélags er líka afar áberandi. Vitleysur í efnahags- og peningastjórnun fyrstu áratuga lýðveldisins eru þó hreinir smámunir miðað við þá vitleysu sem alþingismenn gerðu sig seka um í sambandi við upptöku svonefndrar verðtryggingar á peningum, í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Þar gerðu þeir sig seka um að kollvarpa öllu efnahagsjafnvægi þjóðarinnar með afar illa útfærðri reglu sem þeir kölluðu VERÐTRYGGINGU. Megin vandamálið virðist hafa skapast af því að alþingismenn vissu í raun ekkert hvað þeir voru að gera er þeir samþykktu VII. kafli laga nr. 13/1979, en sá kafli fjallaði um verðtryggingu. Í meginatriðum er sá kafli afar illa saminn og eiginlega engar skýrar reglur settar þar fram, nema í upphafi kaflans, í 34. gr. laganna. Þar er kveðið á um hvernig reikna skuli út verðtryggingu af afborgunarlánum, verði hún tekin upp síðar. Verðtrygging var svo tekin upp í almenna bankakerfinu á allt annan hátt en samþykkt hafði verið í VII. kafla laga nr. 13/1979. Verðtrygging í almenna bankakerfinu var ekki framkvæmd eftir ákvæði 34. gr. VII. kafla laga nr 13/1979, heldur eftir bráðabirgðaákvæði sem sett var við 13. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 10/1962. Ákvæði þetta heimilaði Seðlabankanum að reikna verðbætur á höfuðstóla lána sem Seðlabankinn veitti öðrum bankastofnunum. Ástæða þeirrar heimildar, að reikna verðbætur á höfuðstól láns, fólst í því að slík lán Seðlabankans voru aldrei með afborganaformi (mörgum gjalddögum), heldur ævinlega bara með einum gjalddaga til uppgreiðslu lánsins. Á slíkum lánum, líkt og á svonefndum kúlulánum, voru verðbætur reiknaðar á höfuðstól lánsins þegar lánið var greitt í einu lagi. Allt aðrar forsendur giltu um lánin sem veitt voru í almenna bankakerfinu. Í langflestum tilvikum var þar um afborganalán að ræða, þar sem einungis lítill hluti höfuðstóls var greiddur á hverjum gjalddaga. Lögin um verðbætur á afborgunarlán hljóðuðu því upp á að verðbætur væru reiknaðar á hverja greiðslu afborgunar fyrir sig og verðbótatímabil hverju sinni frá lántökudegi til greiðsludags afborgunar. Höfuðstóll lánsins lækkaði því sem nam óverðbættri afborgun hverju sinni. Á þennan veg hafa ákvæði laga um útreikning verðtryggingar útlána í almenna bankakerfinu verið samkvæmt 1. gr. VII. kafla laga nr. 13/1979, sem var 34. gr. laganna. Ákvæði þetta hefur alla tíð verið óbreytt í lögum um verðtryggingu og er svo enn í dag í 13 gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðstryggingu. Ég hef oft velt fyrir mér hvaða ástæður geti verið fyrir því að í 43 ár hafi bankastofnunum verið veitt heimild til að brjóta lög um útreikning verðtryggingar af afborgunarlánum. Með því athæfi hafa þær í stórum stíl, með ólögmætum hætti dregið sér fé frá viðskiptavinum sínum, með ólöglegri hækkun höfuðstóla þeirra afborganalána sem þeir veittu. Ekki er langt síðan ég taldi mig sjá Umboðsmann Alþingis vísa til þess að heimilt væri að reikna verðtryggingu afborgunarlána eins og bankarnir gera. Slíkt væri heimilað samkvæmt Reglu nr. 492/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Umboðsmaður Alþingis virðist ekki hafa veitt því athygli að sú umrædda Regla, er einungis undirrituð af þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni, Eiríki Guðnasyni og Finni Ingólfssyni, sem allir voru á þeim tíma seðlabankastjórar. Þessi Regla hefur hvorki verið staðfest af viðkomandi ráðherra eða af Alþingi. Hún hefur aldrei verið auglýst sem Reglugerð í A-hluta Stjórnartíðinda. Þessi Regla hefur því ALLS EKKERT LAGAGILDI. Þegar skoðuð eru lög um Fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sést að bankar þurfa að hafa starfsleyfi og uppfylla tiltekin skilyrði til að fá starfsleyfi. Í skilyrðum starfsleyfis eru bönkum setta afar þröngar skorðum um hvernig þær fjármagni sig til almennrar útlánastarfsemi. Lögin heimila nefnilega banka einungis að veita útlán eftir því sem segir í 2. tölulið b. liðar 3. gr. laga nr. 161/2002 um Fjálmálafyrirtæki, en þar segir eftirfarandi um útlán, undir starfsleyfisskyldum fjármálafyrirtækja: „Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.“ Það sem í lagatextanum heitir, - Endurgreiðanlegir fjármunir frá almenningi, - er í daglegu talið nefnd INNLÁN eða inneign viðskiptaaðila hjá bankanum. Á árunum 1982 – 1985, var tímabil óðaverðbólgu í samfélagi okkar. Einnig voru þetta fyrstu ár verðtryggingar útlána. Á þessum árum uxu skuldir landsmanna gífurlega og flestir réðu ekkert við gífurlegar hækkanir afborgana af lánum sínum. Venjuleg innlán hurfu því nánast úr bankakerfinu og horfði til hruns kerfisins, nema gripið yrði til örþrifaráða til að auka bókfærða innlánaveltu. Gripið var til nokkurra samþættra aðgerða. Leitað var til fyrirtækja að þau hættu að greiða út laun til starfsmanna sinna með peningum eða ávísunum. Þau voru fengin til að greiða launin með innleggi á innlánsreikning starfsmannsins hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Þannig fengi bankinn allar launagreiðslur til sín sem aukin innlán. Einnig var á þesum tíma tekin upp sú regla að greiða útlán ekki út í peningum. Þegar lánveiting hafði verið samþykkt, var lánsupphæðin lögð inn á innlánsreikning lántakans og látin vera þar yfir nótt. Ástæða þess var sú að Reiknistofa bankanna gerir upp alla reikninga bankakerfisins á hverri nóttu, eftir starfsdag banka. Lánið sem lagt hafði verið inn á innlánsreikning lántaka daginn áður, kom fram daginn eftir sem aukin innlánavelta hjá bankanum. Hvernig kom það fram? Segjum að bankinn hafi samþykkt að lána þér eina milljón króna. Í bankanum er reiknaður út kostnaðurinn af lántökunni. Kostnaður við að útbúa skuldabréfið, lántökugjald í prósentu af lánsupphæð og jafnvel þinglýsingargjald. Segjum að lántökukostnaður hafi verið 25.000 krónur. Þá voru eftir af láninu 975.000 krónur sem bankinn lagði inn á innlánsreikning þinn fyrir lok þess dags sem undirritað skuldabréf þitt var komið til bankans. Morguninn eftir hafði innlánavelta Veltubókar bankans hækkað um 975.000 krónur, sem þýddi að af milljóninni sem bankinn lánaði þér í gær, gat hann í dag lánað út aftur, einhverjum öðrum lántaka, 975.000 krónur, sem innlánavelta bankans hafði aukist við að greiða þér lánið inn á innlánsreikning. Með þessari aðferð getur bankinn lánað út sömu milljón króna upphæðina allt að 540 sinnum, þar til ekki er eftir nóg af milljóninni til að greiða lántökugjald. Þokkaleg svikamylla. Þetta er líklega ein stærsta svikamylla bankakerfisins. Líklega er þó veruleg áhöld um hvort verðtryggingin hafi verið stærri, en ég efa það. Munurinn á þessum tveimur þáttum er sá að verðtryggingin var og er algjörlega ólögleg fjártaka bankanna frá viðskiptavinum. Hin aðferðin, að leggja útlánin inn á innlánsrerikninga, var fyrst og fremst bókhaldssvindl, til að stækka efnahagsreikning, auka útlánagetu ásamt fengnum vaxtatekjum og verðbótum af tölugildum útlána, þó raunverðmæti(fjármunir) væru einungis til fyrir litlum hluta útlánanna. Ýmsir fleiri þættir eru utan eðlilegra starfshátta helstu bankastofnana okkar. Ég mun hins vegar ekki taka fleiri þætti fyrir í þessari grein. Hvernig breyta þarf bankakerfinu til að starfsemi þess teljist þjóna sem best hagsmunum samfélags okkar, verður ekki útskýrt fyllilega í svona stuttri grein. Eitt er alla vega ljóst. Við verðum að láta þær breytingar gerast með skýrri lagsetningu um starfsemi lánastofnana. Og lögin þurfa jafnframt að vera með öflugum refsiákvæðum ef lánastofnanir stefni fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu með ógætilegri starfsemi sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Ég er búinn að velta ofangreindri spurningu fyrir mér lengi og ár eftir ár er ályktunin sú sama. Að stjórnmálamenn þori ekki að veita það stjórnunarlega aðhald sem sjálfstætt samfélag krefst. Afraksturinn er því sú hringavitleysa sem með engu móti getur viðhaldið sjálfstæði þjóðarinnar til frambúðar. En nú er ekki nóg að kveða upp þunga dóma, þeim verða að fylgja einhver rök og jafnvel ábendingar um hvernig væri hægt að gera betur. BANKAKERFIÐ er því miður ein stærsta meinsemd eðlilegs efnahagslífs hjá okkur. Því miður virðast stjórnendur bankanna ekki hafa hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi í starfsemi sinni. Undanfarna áratugi hafa þjóðfélagslegir hagsmunir ekki verið sýnilegir í markmiðasetningu bankanna. Vil ég þar nefna einföld en skýr dæmi. Mikilvægt er að stjórnendur stærstu banka þjóðarinnar skapi sér þá meginreglu að útlánastarfsemi þeirra leggi grunn að jöfnum hægfara vexti atvinnufyrirtækja. Í útlánarammanum verði skipting á milli þjónustufyrirtækja og framleiðslufyrirtækja í sem réttustu hutfalli við fjölda og umfang fyrirtækja í hvorum flokki fyrir sig. Þannig geti þjónustufyrirtækjum einungis fjölgað að áður hafi fjölgað fyrirtækjum í framleiðslugreinum, til að framleiða þau verðmæti sem þjónustufyrirtækin þurfa að velta. Þessa jafnvægis hefur ekki verið gætt í útlánastarfsemi undanfarinna áratuga og súpum við seyðið af því í dag þar sem framleiðslufyrirtækjum fjölgar mjög lítið en þjónustufyrirtækin þenjast út, nánast stjórnlaust. Það felast t. d. ekki miklir þjóðfélagslegir hagsmunir í því að taka mikið af erlendum skammtímalánum til að steypa þau föst í húsnæði, sem óvíst er um sölu á. Endurgreiðsla fjárfestingarinnar sem bundin er í húsnæði spannar 3 – 4 áratugi. Lánsfé skammtímalána þarf hins vegar að endurgreiða eftir 3 – 5 ár. Það er óhjákvæmilegt að taka strax á þessum málum, þar sem svo virðist sem stjórnendur bankanna séu komnir í hættulegt sjálfsgróðakapphlaup. Þeir taka inn til sín í hagnað meiri fjármuni en nemur nettó framlegð framleiðslufyrirtækjanna. Það gerir að verkum að ENGIN raunframlegð er eftir fyrir öll þjónustufyrirtækin sem og opinberan rekstur til eðlilegrar starfsemi. Og svo er að heyra sem stjórnendum bankanna finnist að þeir fái ekki nóg í sína sjóði, því stöðugt virðast þeir leita leiða til að skapa sér nýjar tekjulindir frá fólkinu og fyrirtækjunum sem þeir virðast arðræna dags daglega. Stjórnun okkar á peningamálum, frá lýðveldisstofnun, má segja að sé ein samfelld hörmungarsaga. Ekki verður betur séð en að á Alþingi hafi rekstrarhagsmunir samfélagsins aldrei verið í öndvegi, heldur hafi efnahags- og peningastjórnun lotið öðrum hagsmunum, þar sem pólitík, flokks- og ættarhagsmunir hafi verið látnir hafa forgang umfram hagsmuni samfélagsins. Þekkingarleysi á efnahagsstjórnun samfélags er líka afar áberandi. Vitleysur í efnahags- og peningastjórnun fyrstu áratuga lýðveldisins eru þó hreinir smámunir miðað við þá vitleysu sem alþingismenn gerðu sig seka um í sambandi við upptöku svonefndrar verðtryggingar á peningum, í upphafi níunda áratugs síðustu aldar. Þar gerðu þeir sig seka um að kollvarpa öllu efnahagsjafnvægi þjóðarinnar með afar illa útfærðri reglu sem þeir kölluðu VERÐTRYGGINGU. Megin vandamálið virðist hafa skapast af því að alþingismenn vissu í raun ekkert hvað þeir voru að gera er þeir samþykktu VII. kafli laga nr. 13/1979, en sá kafli fjallaði um verðtryggingu. Í meginatriðum er sá kafli afar illa saminn og eiginlega engar skýrar reglur settar þar fram, nema í upphafi kaflans, í 34. gr. laganna. Þar er kveðið á um hvernig reikna skuli út verðtryggingu af afborgunarlánum, verði hún tekin upp síðar. Verðtrygging var svo tekin upp í almenna bankakerfinu á allt annan hátt en samþykkt hafði verið í VII. kafla laga nr. 13/1979. Verðtrygging í almenna bankakerfinu var ekki framkvæmd eftir ákvæði 34. gr. VII. kafla laga nr 13/1979, heldur eftir bráðabirgðaákvæði sem sett var við 13. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 10/1962. Ákvæði þetta heimilaði Seðlabankanum að reikna verðbætur á höfuðstóla lána sem Seðlabankinn veitti öðrum bankastofnunum. Ástæða þeirrar heimildar, að reikna verðbætur á höfuðstól láns, fólst í því að slík lán Seðlabankans voru aldrei með afborganaformi (mörgum gjalddögum), heldur ævinlega bara með einum gjalddaga til uppgreiðslu lánsins. Á slíkum lánum, líkt og á svonefndum kúlulánum, voru verðbætur reiknaðar á höfuðstól lánsins þegar lánið var greitt í einu lagi. Allt aðrar forsendur giltu um lánin sem veitt voru í almenna bankakerfinu. Í langflestum tilvikum var þar um afborganalán að ræða, þar sem einungis lítill hluti höfuðstóls var greiddur á hverjum gjalddaga. Lögin um verðbætur á afborgunarlán hljóðuðu því upp á að verðbætur væru reiknaðar á hverja greiðslu afborgunar fyrir sig og verðbótatímabil hverju sinni frá lántökudegi til greiðsludags afborgunar. Höfuðstóll lánsins lækkaði því sem nam óverðbættri afborgun hverju sinni. Á þennan veg hafa ákvæði laga um útreikning verðtryggingar útlána í almenna bankakerfinu verið samkvæmt 1. gr. VII. kafla laga nr. 13/1979, sem var 34. gr. laganna. Ákvæði þetta hefur alla tíð verið óbreytt í lögum um verðtryggingu og er svo enn í dag í 13 gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðstryggingu. Ég hef oft velt fyrir mér hvaða ástæður geti verið fyrir því að í 43 ár hafi bankastofnunum verið veitt heimild til að brjóta lög um útreikning verðtryggingar af afborgunarlánum. Með því athæfi hafa þær í stórum stíl, með ólögmætum hætti dregið sér fé frá viðskiptavinum sínum, með ólöglegri hækkun höfuðstóla þeirra afborganalána sem þeir veittu. Ekki er langt síðan ég taldi mig sjá Umboðsmann Alþingis vísa til þess að heimilt væri að reikna verðtryggingu afborgunarlána eins og bankarnir gera. Slíkt væri heimilað samkvæmt Reglu nr. 492/2001 um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Umboðsmaður Alþingis virðist ekki hafa veitt því athygli að sú umrædda Regla, er einungis undirrituð af þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni, Eiríki Guðnasyni og Finni Ingólfssyni, sem allir voru á þeim tíma seðlabankastjórar. Þessi Regla hefur hvorki verið staðfest af viðkomandi ráðherra eða af Alþingi. Hún hefur aldrei verið auglýst sem Reglugerð í A-hluta Stjórnartíðinda. Þessi Regla hefur því ALLS EKKERT LAGAGILDI. Þegar skoðuð eru lög um Fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sést að bankar þurfa að hafa starfsleyfi og uppfylla tiltekin skilyrði til að fá starfsleyfi. Í skilyrðum starfsleyfis eru bönkum setta afar þröngar skorðum um hvernig þær fjármagni sig til almennrar útlánastarfsemi. Lögin heimila nefnilega banka einungis að veita útlán eftir því sem segir í 2. tölulið b. liðar 3. gr. laga nr. 161/2002 um Fjálmálafyrirtæki, en þar segir eftirfarandi um útlán, undir starfsleyfisskyldum fjármálafyrirtækja: „Veiting útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi.“ Það sem í lagatextanum heitir, - Endurgreiðanlegir fjármunir frá almenningi, - er í daglegu talið nefnd INNLÁN eða inneign viðskiptaaðila hjá bankanum. Á árunum 1982 – 1985, var tímabil óðaverðbólgu í samfélagi okkar. Einnig voru þetta fyrstu ár verðtryggingar útlána. Á þessum árum uxu skuldir landsmanna gífurlega og flestir réðu ekkert við gífurlegar hækkanir afborgana af lánum sínum. Venjuleg innlán hurfu því nánast úr bankakerfinu og horfði til hruns kerfisins, nema gripið yrði til örþrifaráða til að auka bókfærða innlánaveltu. Gripið var til nokkurra samþættra aðgerða. Leitað var til fyrirtækja að þau hættu að greiða út laun til starfsmanna sinna með peningum eða ávísunum. Þau voru fengin til að greiða launin með innleggi á innlánsreikning starfsmannsins hjá viðskiptabanka fyrirtækisins. Þannig fengi bankinn allar launagreiðslur til sín sem aukin innlán. Einnig var á þesum tíma tekin upp sú regla að greiða útlán ekki út í peningum. Þegar lánveiting hafði verið samþykkt, var lánsupphæðin lögð inn á innlánsreikning lántakans og látin vera þar yfir nótt. Ástæða þess var sú að Reiknistofa bankanna gerir upp alla reikninga bankakerfisins á hverri nóttu, eftir starfsdag banka. Lánið sem lagt hafði verið inn á innlánsreikning lántaka daginn áður, kom fram daginn eftir sem aukin innlánavelta hjá bankanum. Hvernig kom það fram? Segjum að bankinn hafi samþykkt að lána þér eina milljón króna. Í bankanum er reiknaður út kostnaðurinn af lántökunni. Kostnaður við að útbúa skuldabréfið, lántökugjald í prósentu af lánsupphæð og jafnvel þinglýsingargjald. Segjum að lántökukostnaður hafi verið 25.000 krónur. Þá voru eftir af láninu 975.000 krónur sem bankinn lagði inn á innlánsreikning þinn fyrir lok þess dags sem undirritað skuldabréf þitt var komið til bankans. Morguninn eftir hafði innlánavelta Veltubókar bankans hækkað um 975.000 krónur, sem þýddi að af milljóninni sem bankinn lánaði þér í gær, gat hann í dag lánað út aftur, einhverjum öðrum lántaka, 975.000 krónur, sem innlánavelta bankans hafði aukist við að greiða þér lánið inn á innlánsreikning. Með þessari aðferð getur bankinn lánað út sömu milljón króna upphæðina allt að 540 sinnum, þar til ekki er eftir nóg af milljóninni til að greiða lántökugjald. Þokkaleg svikamylla. Þetta er líklega ein stærsta svikamylla bankakerfisins. Líklega er þó veruleg áhöld um hvort verðtryggingin hafi verið stærri, en ég efa það. Munurinn á þessum tveimur þáttum er sá að verðtryggingin var og er algjörlega ólögleg fjártaka bankanna frá viðskiptavinum. Hin aðferðin, að leggja útlánin inn á innlánsrerikninga, var fyrst og fremst bókhaldssvindl, til að stækka efnahagsreikning, auka útlánagetu ásamt fengnum vaxtatekjum og verðbótum af tölugildum útlána, þó raunverðmæti(fjármunir) væru einungis til fyrir litlum hluta útlánanna. Ýmsir fleiri þættir eru utan eðlilegra starfshátta helstu bankastofnana okkar. Ég mun hins vegar ekki taka fleiri þætti fyrir í þessari grein. Hvernig breyta þarf bankakerfinu til að starfsemi þess teljist þjóna sem best hagsmunum samfélags okkar, verður ekki útskýrt fyllilega í svona stuttri grein. Eitt er alla vega ljóst. Við verðum að láta þær breytingar gerast með skýrri lagsetningu um starfsemi lánastofnana. Og lögin þurfa jafnframt að vera með öflugum refsiákvæðum ef lánastofnanir stefni fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu með ógætilegri starfsemi sinni.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun