H&M spenntari fyrir öðrum mörkuðum en þeim íslenska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2015 09:45 Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins. Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan. Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan.
Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49
Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent