H&M spenntari fyrir öðrum mörkuðum en þeim íslenska Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2015 09:45 Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins. Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan. Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þrálátur orðrómur hefur verið undanfarin ár að fataverslunin Hennes & Mauritz, betur þekkt sem H&M, muni opna útibú í Smáralind í Kópavogi. Framkvæmdastjóri Smáralindar segir fyrirtækið vera með skýra stefnu varðandi opnanir og greinilegt að aðrir markaðir, þar sem eigi eftir að opna verslanir, séu meira spennandi en sá íslenski. „Það eru engar breytingar á því. Það hafa ekki verið neinar viðræður í gangi af okkar hálfu,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Líklega hallar á engan með þeirri fullyrðingu að H&M sé vinsælasta vörumerki Íslendinga í kaupferðum erlendis. En hvers vegna er fyrirtækið ekki búið að opna verslun í landi þar sem vörumerkið er svo vinsælt? Sturla segist auðvitað vona það besta fyrir íslenskan markað en að H&M taki sér langan tíma þegar komi að ákvörðunum um opnun verslana.Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands.Mynd af WikipediaGreinilega aðrir markaðir meira spennandi en sá íslenski „Þetta er gríðarlega stórt alþjóðlegt fyrirtæki og þeir hafa sína stefnu varðandi opnanar. Þeir eiga eftir að opna á mörkuðum sem eru greinilega meira spennandi en íslenski markaðurinn,“ segir Sturla. Hann bendir á að stefna H&M sé mjög ábyrg og sterk rök þurfi til að detta inn í fyrirfram skilgreinda atburðarás varðandi opnanir. Sjá einnig: Í viðræðum um að opna H&M á Íslandi Sturla segir að Smáralind minni reglulega á sig hjá H&M og öðrum stórum vörumerkjum. Hins vegar hafi engar formlegar viðræður átt sér stað í um fjögur ár. „Við vorum í samningaviðræðum við þá á sínum tíma, árið 2011. Það er síðasta skipti sem við ræddum við þá af einhverri alvöru. Niðurstaðan varð að þeir myndu ekki koma,“ segir Sturla. Stöðugur orðrómur fari ekki framhjá honum en þetta sé staðan.
Tengdar fréttir H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49 Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
H&M segist ekki vera á leiðinni til landsins Sænska tískuvörukeðjan H&M áformar ekki um að opna verslun hér á landi að svo stöddu. 31. ágúst 2015 15:49
Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við að þurfa að bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt," segir Hreiðar Kristinn Hreiðarsson. 5. október 2015 22:43