Réttlát flugfargjöld fyrir alla Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar landsins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda, námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svokölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferðakostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni. Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjölskyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einkabílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið. Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í 16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18 ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar landsins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda, námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svokölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferðakostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni. Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjölskyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einkabílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið. Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í 16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18 ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun