Réttlát flugfargjöld fyrir alla Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar landsins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda, námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svokölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferðakostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni. Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjölskyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einkabílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið. Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í 16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18 ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar landsins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda, námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svokölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferðakostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni. Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjölskyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einkabílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið. Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í 16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18 ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar