Snorri markahæstur í Frakklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2015 15:30 Snorri í leik með íslenska landsliðinu. vísir/epa Snorri Steinn Guðjónsson er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fjórar umferðir. Snorri hefur skorað 41 mark, fjórum mörkum meira en vinur hans og fyrrum samherji, Mikkel Hansen hjá Paris Saint-Germain. Benjamin Bataille, leikmaður Ivry, er þriðji markahæstur leikmaður deildarinnar með 33 mörk. Snorri hefur farið vel af stað með Nimes en hann gekk í raðir liðsins frá Sélestat í sumar. Sóknarleikur Nimes hefur verið góður það sem af er tímabili en aðeins tvö lið, PSG og Nantes, hafa skorað fleiri mörk en Nimes (130 mörk). Snorri byrjaði á því að skora 12 mörk í 36-32 tapi fyrir PSG í 1. umferðinni og gerði svo sex mörk í sigri á Chambéry. Snorri átti svo stórleik í naumum sigri í Ivry í 3. umferðinni þar sem hann gerði 11 mörk og fylgdi því eftir með því að skora 12 mörk í fjögurra marka sigri á Toulouse í gær. Leikstjórnandinn snjalli hefur því skorað 10 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum Nimes í deildinni. Tuttugu af 41 marki Snorra hafa komið úr vítum en hann hefur verið mjög öruggur á vítalínunni það sem af er tímabili og skorað úr 20 af 21 vítakasti sínu. Skotnýting Snorra er heilt yfir mjög góð, eða 67,2%.Snorri og Ásgeir á æfingu hjá Nimes.mynd/facebook-síða NimesSnorri er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Nimes en Ásgeir Örn Hallgrímsson er á sínu öðru tímabili hjá félaginu. Hafnfirðingurinn hefur einnig verið öflugur í upphafi móts og skorað 17 mörk í leikjunum fjórum. Ásgeir er 22. markahæsti leikmaður deildarinnar. Snorri og Ásgeir hafa hjálpað Nimes að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en liðið er í 3. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum frá toppliði PSG.Leikir Snorra með Nimes í vetur:PSG 36-32 Nimes 12/7 mörk (16/7 skot) - 75,0%Nimes 30-27 Chambéry 6/1 (11/2) - 54,6%Ivry 35-36 Nimes 11/6 (15/6) - 73,3%Nimes 32-28 Toulouse 12/6 (19/6) - 63,2%Í heildina: 41/20 mark úr 61/21 skoti - 67,2% 10,3 mörk að meðaltali í leik Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson er markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir fjórar umferðir. Snorri hefur skorað 41 mark, fjórum mörkum meira en vinur hans og fyrrum samherji, Mikkel Hansen hjá Paris Saint-Germain. Benjamin Bataille, leikmaður Ivry, er þriðji markahæstur leikmaður deildarinnar með 33 mörk. Snorri hefur farið vel af stað með Nimes en hann gekk í raðir liðsins frá Sélestat í sumar. Sóknarleikur Nimes hefur verið góður það sem af er tímabili en aðeins tvö lið, PSG og Nantes, hafa skorað fleiri mörk en Nimes (130 mörk). Snorri byrjaði á því að skora 12 mörk í 36-32 tapi fyrir PSG í 1. umferðinni og gerði svo sex mörk í sigri á Chambéry. Snorri átti svo stórleik í naumum sigri í Ivry í 3. umferðinni þar sem hann gerði 11 mörk og fylgdi því eftir með því að skora 12 mörk í fjögurra marka sigri á Toulouse í gær. Leikstjórnandinn snjalli hefur því skorað 10 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum Nimes í deildinni. Tuttugu af 41 marki Snorra hafa komið úr vítum en hann hefur verið mjög öruggur á vítalínunni það sem af er tímabili og skorað úr 20 af 21 vítakasti sínu. Skotnýting Snorra er heilt yfir mjög góð, eða 67,2%.Snorri og Ásgeir á æfingu hjá Nimes.mynd/facebook-síða NimesSnorri er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Nimes en Ásgeir Örn Hallgrímsson er á sínu öðru tímabili hjá félaginu. Hafnfirðingurinn hefur einnig verið öflugur í upphafi móts og skorað 17 mörk í leikjunum fjórum. Ásgeir er 22. markahæsti leikmaður deildarinnar. Snorri og Ásgeir hafa hjálpað Nimes að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en liðið er í 3. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum frá toppliði PSG.Leikir Snorra með Nimes í vetur:PSG 36-32 Nimes 12/7 mörk (16/7 skot) - 75,0%Nimes 30-27 Chambéry 6/1 (11/2) - 54,6%Ivry 35-36 Nimes 11/6 (15/6) - 73,3%Nimes 32-28 Toulouse 12/6 (19/6) - 63,2%Í heildina: 41/20 mark úr 61/21 skoti - 67,2% 10,3 mörk að meðaltali í leik
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira