Handbolti

Aron lagði upp sigurmarkið í Zagreb

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Vísir/EPA
Aron Pálmarsson, leikmaður MKB Veszprém KC, reyndist liði sínu heldur betur dýrmætur í 21-20 sigri á PPD Zagreb á útivelli í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag en leiknum lauk rétt í þessu.

Aron lagði upp sigurmark leiksins þegar fjörutíu sekúndur voru eftir.

Heimavöllur Zagreb er gríðarlega erfiður heim að sækja og var ungverska liðið undir lengst af í leiknum en Aroni tókst að leggja upp sigurmarkið þegar stutt var til leiksloka.

Zagreb leiddi 10-9 í hálfleik en leikmönnum Veszprem tókst að snúa taflinu við í seinni hálfleik. Sigurinn þýðir að ungverska liðið er komið í efsta sæti A-riðilsins eftir þrjá leiki.

Aron komst á blað með tveimur mörkum en hann lagði upp fimm mörk fyrir liðsfélaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×