Við viljum að það sé tekið mark á okkur! Guðrún Ágústsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öldungaráð Reykjavíkur, hvað er það? Samkvæmt samþykkt um öldungaráð Reykjavíkurborgar þá ber okkur að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum borgarinnar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ennfremur að vera vettvangur samráðs borgarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og borgaryfirvalda og vera virkur þátttakandi í allri stefnumörkum málaflokksins. Við eigum að vera ráðgefandi fyrir starfsemi Reykjavíkurborgar í málaflokknum og eigum að stuðla í samstarfi við þjónustumiðstöðvarnar, að eflingu félagsauðs og kynningu á þjónustu borgarstofnana til borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Þetta er ekkert smáræði. Öldungaráðið er nýtt hér í borginni, við vorum kosin á þessu ári og fyrsti fundurinn okkar var haldinn 11. mars sl. Við höfum til þessa einbeitt okkur að því að læra á kerfið, með því að fara í heimsóknir og fá til okkar fagaðila á ýmsum sviðum. Við óskuðum eftir því að fá fulltrúa frá Velferðarráði sem áheyrnarfulltrúa á fundina okkar, en öldungaráðið er vistað á mannréttindaskrifstofu. Við höfum fengið tengiliði við öll svið borgarinnar. Einhver kynni að spyrja sig – hvað koma skipulagsmál öldruðum við? Svarið er: Ótal margt. T.d. góðar almenningssamgöngur sem stuðla að því að fólk geti sinnt hugðarefnum sínum. Hálkueyðing, gífurlega mikilvægt mál. Og fleira og fleira. Allt sem stuðlar að því að fólk geti séð um sig heima eins lengi og það getur og vill skiptir máli. Þannig mætti fara yfir öll svið borgarinnar; allir starfsþættir hennar skipta aldraða máli. Líka leikskólar. Fjölmenningarráðið er líka vistað hjá Mannréttindaskrifstofu. Nú hefur það ráð óskað eftir fundi með okkur og hann verður haldinn fljótlega. Við sjáum fyrir okkur samvinnu við þau, t.d. umræðu um það hvernig við erum í stakk búin til að sinna öldruðum innflytjendum. Við væntum okkur mikils af samstarfi við fjölmenningarráðið.Aldursvæn borg Og síðast en ekki síst eru bundnar miklar vonir við þátttöku borgarinnar í verkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í aldursvænum borgum. Fyrir nokkrum dögum héldu borgarstjórn og öldungaráðið fyrsta opna sameiginlega fund sinn. Þar komu allir borgarfulltrúar allra flokka sem sýndu málefnum aldraðra mikinn áhuga. Þá komu á fundinn fulltrúar og talsmenn starfssviða borgarinnar. Það var góður fundur. Það er ástæða til að þakka borgarstjórn fyrir að kalla öldungaráðið til verka og við munum reyna að standa undir væntingum. Við ætlum ekki að verða silkihúfa, við ætlum að taka virkan þátt í starfsemi borgarinnar og við viljum að það verði tekið mark á okkur! Við í öldungaráðinu væntum okkur mikils af samstarfinu innan borgarkerfisins og við aðra þá sem vinna að málefnum eldra fólks og vonum að þær ábendingar og umsagnir og tillögur sem frá okkur koma í framtíðinni muni hjálpa til við að bæta kjör þessa hóps og hjálpa til við að hann verði sjálfbær sem allra lengst. Við viljum ekki að talað sé um fjölgun aldraðra sem óheillavænlega þróun sem minni helst á þá miklu vá sem heiminum stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum. Aldraðir á Íslandi eru nefnilega ungir! Þeir eru lægra hlutfall þjóðar en í grannlöndum okkar. Þeir vinna lengur eftir að fólk er komið á eftirlaunaaldur og þeir hafa lagt fyrir í stærstu sameiginlega sjóði landsmanna, lífeyrissjóðina. Við viljum vera með!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar