Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu komi á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Stefán „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira