Orkusýn sagt upp í Hellisheiðarvirkjun Jakob S. Jónsson skrifar 8. október 2015 07:00 Það er athyglisvert að lesa um það sem er í gangi hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 15. september sl. Dótturfélag OR, Orka náttúrunnar, hefur um nokkurt árabil haft leigusamning um húsnæði móðurfyrirtækisins við lítið einkafyrirtæki, Orkusýn, sem hefur á grundvelli þessa leigusamnings rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun. OR starfrækti áður mikla kynningardeild en ákvað að hagræða í rekstri og nánast leggja niður kynningardeildina. Ári síðar hóf fyrrum deildarstjóri hennar, Auður Björg Sigurjónsdóttir, rekstur jarðhitasýningarinnar ásamt Kristni Gíslasyni, eiginmanni sínum, með áðurnefndan leigusamning við ON í höndunum. Nú ætlar sumsé ON að segja upp samningnum við hjónin og taka sjálft yfir rekstur þeirra. Uppsögn samningsins er merkileg ráðstöfun með hliðsjón af því, að rekstur þeirra hjóna hefur almennt verið talinn með ágætum. Undirritaður hefur reynslu af því sem leiðsögumaður en þeir eru ófáir, ferðamennirnir, sem hafa komið með mér í Hellisheiðarvirkjun og notið sýningarinnar og þeirrar aðstöðu sem þau Auður Björg og Kristinn hafa byggt upp. Sýningin almennt talin aðgengileg og fróðleg og margir haft á orði, að hún hafi verið hápunktur Íslandsferðarinnar. Það er ekki slæm einkunn. Sem leiðsögumaður get ég vitnað um að samvinna við þau hjónin og fyrirtæki þeirra hefur ávallt verið með mestu ágætum.Hellisheiðarvirkjun.vísir/vilhelmVarpað fyrir róða Ekki ætla ég að segja Orkuveitu Reykjavíkur eða Orku náttúrunnar hvernig þau skuli haga sínum rekstri. En athygliverðar eru skýringar upplýsingafulltrúa beggja fyrirtækja, Eiríks Hjálmarssonar, á því hvers vegna samningnum skuli sagt upp við Auði Björgu og Kristin og þeirra uppbyggingarstarfi varpað fyrir róða. Ákvæði í núgildandi samningi „banna/ að hann verði framlengdur. Nú er komið „nýtt fyrirtæki“ sem reki virkjanirnar, fyrirtæki á „samkeppnismarkaði“. Þar finnist mönnum eðlilegt að „fyrirtækið sjái sjálft um að kynna sig og sína starfsemi“. Svo segir Eiríkur að „krafa“ Auðar Bjargar og Kristins, um að þau fái rúmar fjörutíu milljónir fyrir þegar bókuð framtíðarviðskipti við uppsögn, „óhemju há fjárhæð að greiða leigjanda þegar leigusamningi lýkur“. Síðasta setningin leynir á sér. Hugtökin leigjandi og leigusamningur skapa þá hugmynd hjá lesanda, að Auður Björg og Kristinn hafi verið venjulegir leigjendur. Slíkir eru auðvitað ekki leystir út með gjöfum. En málið er einfaldlega það, að þau skilja eftir sig verðmæti sem falla OR og ON í skaut við uppsögn samningsins; þau geta ekki tekið þau verðmæti með sér út úr Hellisheiðarvirkjun og það vita menn þar á bæ ósköp vel. Það má auðvitað deila um upphæðina, en hitt orkar ekki tvímælis, að fyrirtæki þeirra hjóna hefur unnið kraftaverk hvað varðar kynningarstarf á orkumálum okkar Íslendinga og nær það langt út fyrir mörk bæði OR og ON. Það er nokkurs virði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo má auðvitað hafa skoðun á ákvæði sem „banni“ framlengingu samnings. Slíkt ákvæði hefur það gildi sem samningsaðilar ákveða sjálfir og hér hafa OR og ON ákveðið að vísa til þess af þrjóskunni einni saman. Hið sama má gilda um hversu „eðlilegt“ það sé að fyrirtæki kynni sig og sína starfsemi, miðað við þá sýningu sem uppi stendur í Hellisheiðarvirkjun. Heiðarlegra væri að OR og ON kynntu á málefnalegum grunni hver þeirra framtíðaráform eru um rekstur orkusýningar, í Hellisheiðarvirkjun eða annars staðar. Það finnst mér orkufyrirtækin skulda okkur, sem höfum í góðri samvinnu við Auði Björgu og Kristin beint ferðamönnum í Hellisheiðarvirkjun til að fræðast um orkunotkun okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að lesa um það sem er í gangi hjá Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 15. september sl. Dótturfélag OR, Orka náttúrunnar, hefur um nokkurt árabil haft leigusamning um húsnæði móðurfyrirtækisins við lítið einkafyrirtæki, Orkusýn, sem hefur á grundvelli þessa leigusamnings rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun. OR starfrækti áður mikla kynningardeild en ákvað að hagræða í rekstri og nánast leggja niður kynningardeildina. Ári síðar hóf fyrrum deildarstjóri hennar, Auður Björg Sigurjónsdóttir, rekstur jarðhitasýningarinnar ásamt Kristni Gíslasyni, eiginmanni sínum, með áðurnefndan leigusamning við ON í höndunum. Nú ætlar sumsé ON að segja upp samningnum við hjónin og taka sjálft yfir rekstur þeirra. Uppsögn samningsins er merkileg ráðstöfun með hliðsjón af því, að rekstur þeirra hjóna hefur almennt verið talinn með ágætum. Undirritaður hefur reynslu af því sem leiðsögumaður en þeir eru ófáir, ferðamennirnir, sem hafa komið með mér í Hellisheiðarvirkjun og notið sýningarinnar og þeirrar aðstöðu sem þau Auður Björg og Kristinn hafa byggt upp. Sýningin almennt talin aðgengileg og fróðleg og margir haft á orði, að hún hafi verið hápunktur Íslandsferðarinnar. Það er ekki slæm einkunn. Sem leiðsögumaður get ég vitnað um að samvinna við þau hjónin og fyrirtæki þeirra hefur ávallt verið með mestu ágætum.Hellisheiðarvirkjun.vísir/vilhelmVarpað fyrir róða Ekki ætla ég að segja Orkuveitu Reykjavíkur eða Orku náttúrunnar hvernig þau skuli haga sínum rekstri. En athygliverðar eru skýringar upplýsingafulltrúa beggja fyrirtækja, Eiríks Hjálmarssonar, á því hvers vegna samningnum skuli sagt upp við Auði Björgu og Kristin og þeirra uppbyggingarstarfi varpað fyrir róða. Ákvæði í núgildandi samningi „banna/ að hann verði framlengdur. Nú er komið „nýtt fyrirtæki“ sem reki virkjanirnar, fyrirtæki á „samkeppnismarkaði“. Þar finnist mönnum eðlilegt að „fyrirtækið sjái sjálft um að kynna sig og sína starfsemi“. Svo segir Eiríkur að „krafa“ Auðar Bjargar og Kristins, um að þau fái rúmar fjörutíu milljónir fyrir þegar bókuð framtíðarviðskipti við uppsögn, „óhemju há fjárhæð að greiða leigjanda þegar leigusamningi lýkur“. Síðasta setningin leynir á sér. Hugtökin leigjandi og leigusamningur skapa þá hugmynd hjá lesanda, að Auður Björg og Kristinn hafi verið venjulegir leigjendur. Slíkir eru auðvitað ekki leystir út með gjöfum. En málið er einfaldlega það, að þau skilja eftir sig verðmæti sem falla OR og ON í skaut við uppsögn samningsins; þau geta ekki tekið þau verðmæti með sér út úr Hellisheiðarvirkjun og það vita menn þar á bæ ósköp vel. Það má auðvitað deila um upphæðina, en hitt orkar ekki tvímælis, að fyrirtæki þeirra hjóna hefur unnið kraftaverk hvað varðar kynningarstarf á orkumálum okkar Íslendinga og nær það langt út fyrir mörk bæði OR og ON. Það er nokkurs virði, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo má auðvitað hafa skoðun á ákvæði sem „banni“ framlengingu samnings. Slíkt ákvæði hefur það gildi sem samningsaðilar ákveða sjálfir og hér hafa OR og ON ákveðið að vísa til þess af þrjóskunni einni saman. Hið sama má gilda um hversu „eðlilegt“ það sé að fyrirtæki kynni sig og sína starfsemi, miðað við þá sýningu sem uppi stendur í Hellisheiðarvirkjun. Heiðarlegra væri að OR og ON kynntu á málefnalegum grunni hver þeirra framtíðaráform eru um rekstur orkusýningar, í Hellisheiðarvirkjun eða annars staðar. Það finnst mér orkufyrirtækin skulda okkur, sem höfum í góðri samvinnu við Auði Björgu og Kristin beint ferðamönnum í Hellisheiðarvirkjun til að fræðast um orkunotkun okkar Íslendinga.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun