Vignir: Dvölin hjá Minden svo leiðinleg að þetta var spurning um að hætta í handbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 17:00 Vignir Svavarsson skorar á móti KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni vísir/getty Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson. Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson.
Handbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira