Vignir: Dvölin hjá Minden svo leiðinleg að þetta var spurning um að hætta í handbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 17:00 Vignir Svavarsson skorar á móti KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni vísir/getty Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson. Handbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira
Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson.
Handbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Sjá meira